fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Eyjan

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta

Eyjan
Mánudaginn 18. september 2023 08:00

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump segist vera mótfallinn aldurstakmörkunum á forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. En hann segist hins vegar styðja hugmyndir um að frambjóðendur gangist undir hæfnispróf. Hann segir að sumir af bestu leiðtogum heimsins hafi verið á níræðisaldri þegar þeir gegndu embætti.

Þetta kom fram í viðtali í þættinum „Meet The Press“ sem var sýndur á NBC í gærkvöldi. Þar sagði Trump að hann telji Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram en að hann væri hins vegar óhæfur til að gegna embættinu og það sé „stærra vandamál“. Trump er 77 ára en Biden er 80 ára.

Trump sagðist einnig hrifinn af „hugmyndinni“ um að kona verði varaforsetaefni hans. Um leið lofsamaði hann Kristi Noem, ríkisstjóra í Suður-Dakóta, og sagði hana frábæra.

Hvað varðar hæfnispróf frekar en aldurstakmörk sagðist Trump hafa tekið slíkt próf fyrir tveimur eða þremur árum. „Ég negldi það. Ég var með allt rétt. Ég er hlynntur prófum. Í hreinskilni sagt held ég að próf væri jákvætt,“ sagði hann.

Prófið sem hann gekkst undir var ekki greindarpróf heldur 10 mínútna könnun sem er notuð til að meta hvort fólk sýni merki andlegrar skerðingar eða snemmbúinna elliglapa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru