fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Óli Björn á leið í Hádegismóa

Eyjan
Þriðjudaginn 12. september 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum kom nokkuð á óvart þegar tilkynnt var í gær að Óli Björn Kárason hefði beðist lausnar sem formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Óli Björn hefur gegnt stöðunni í tvö ár og ekki er annað vitað en að ánægja og sátt hafi verið um störf hans meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Ýmsar kenningar eru uppi um ástæður þess að Óli Björn hverfur nú úr sæti þingflokksformanns eftir aðeins tvö ár. Ein er sú að hann hafi hug á að taka við formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, en hann var formaður þeirrar nefndar á síðasta kjörtímabili. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við formennsku eftir kosningarnar 2021 og nú þarf að manna stöðuna á nýjan leik eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra.

Nefndaformennsku á Alþingi fylgir 15 prósenta álag ofan á þingfararkaupið og formennska í þingflokki gefur það sama en þykir ólíkt erilsamara en nefndaformennskan. Mögulega vill Óli Björn bara komast í aðeins rólegra starf á sömu launum og fyrr.

Orðið heyrir hins vegar háan orðróm um að ástæða þess að Óli Björn lætur nú af þingflokksformennsku sé allt önnur. Lengi hefur verið rætt um Óla Björn sem væntanlega arftaka Davíðs Oddssonar á ritstjórastóli Morgunblaðsins og Orðið á götunni er að nú líði að því að ritstjórinn aldni stígi til hliðar. Davíð verður 76 ára í byrjun næsta árs og hefur nú setið á ritstjórastóli í 14 ár. Þetta er lengri tími en hann gegndi embætti forsætisráðherra og finnst mörgum komið gott. Davíð er mun nær Morgunblaðinu sjálfu í aldri en yngstu blaðamönnunum sem þar starfa, en Morgunblaðið er 110 ára.

Óli Björn er gamalreyndur blaðamaður og ritstjóri. Hann er Morgunblaðsungi, eins og þeir eru gjarnan nefndir sem stíga sín fyrstu spor í blaðamennsku þar á bæ. Einnig hefur hann ritstýrt Viðskiptablaðinu, DV og Þjóðmálum og um langt skeið hefur það verið opinbert leyndarmál að hugur hans stendur til þess að setjast í ritstjórastól Morgunblaðsins.

Líklegt má telja að eigendur Morgunblaðsins séu orðnir langeygir eftir því að öldungurinn hugsi sér til hreyfings og fagni því að fá í stólinn ritstjóra sem getur hamið hrifningu sína á Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og er fær um að skrifa ritstjórnargreinar sem vekja athygli fyrir annað en furðulegheit.

Þá má búast við að forysta Sjálfstæðisflokksins geti vel hugsað sér að vera með stilltari mann á ritstjórastóli málgagnsins en Davíð Oddsson.

Helsta vandamálið við þessa fléttu er að sá varaþingmaður sem tekur sæti Óla Björns á Alþingi er enginn annar en Arnar Þór Jónsson, harðlínuíhaldsmaður sem kallað hefur eftir afsögn allrar forystu Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að