fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Þyrluþytur og peningalykt

Svarthöfði
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er svo komið að ferðaþjónustan er orðin helsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Hingað flykkjast ferðamenn frá öðrum löndum jarðarkúlunnar til að njóta lands og náttúru. Fari sem horfir verður fjöldi þeirra öðru megin við tvær milljónir á þessu ári.

Allir sem hafa einhvern tíma ferðast vita að það er dýrt og ekki síst upp á síðkastið, þegar verðbólgan hefur þrýst verðlagi á öllu úr hófi víða um lönd. Kunningi Svarthöfða heldur því fram að á veitingastað einum megi fá hamborgara sem kosti á sjötta þúsund króna. Svarthöfði veit að kunninginn á til að skreyta sögur sínar ögn og trúir honum varlega. Engu að síður er staðreynd að það er dýrt að vera til á Íslandi. Það er því blessun að erlendir ferðamenn hjálpi til við að greiða fyrir það allt.

Og eitthvað verður þetta fólk allt að hafa fyrir stafni meðan það staldrar hér við. Sumir ganga í nýkeypta goritexinu sínu upp og niður Laugaveginn, einhverjir fara Gullna hringinn og gera stans í Friðheimum þar sem ku ekki vera hægt að fá súpu fyrr en í endaðan október vegna aðsóknar. Einhverjir ganga á fjöll og inn í dali og svo eru jafnvel þeir sem láta þyrlur fljúga sér um Suðvesturhornið og virða allt galleríið og þar með alla hina erlendu ferðamennina fyrir sér úr lausu lofti.

Þyrlur eru þeirrar náttúru að þær taka á loft og lenda. Til þess þarf að finna blett og sá er á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir vilja hafa en aðrir ekki og skipta jafnvel um skoðun á því atriði daglega.

Svarthöfði hefur rekið augun í fréttir þar sem viðmælendur agnúast út í þetta flug vegna þytsins sem þyrlum fylgir. Þetta virðist geta orðið skínandi umræðuefni í grillgillum sumarsins þar sem menn standa við grillið og spúa reyk af brennandi matvælum út í umhverfið. Á síðkvöldum liggur víða blámi yfir heilu hverfunum eftir tilþrif íbúanna við grillið. Nær má geta um hversu hollt það er að draga andann við þær aðstæður. Að ekki sé nú minnst á reykmettuð sængurfötin sem varla er lengur hægt að hengja til þerris utanhúss. Nær væri að leggjast gegn matseld undir berum himni en að heimta þyrlurnar burt.

Í hvert sinn sem Svarthöfði heyrir í þyrlu eða sér, gleðst hann. Það ættu fleiri að gera. Þær eru til vitnis um að til er fólk sem er tilbúið til að ferðast hingað og eyða fúlgum fjár í að njóta þess sem við, sem hér búum, teljum ókeypis.

Þyrluþytur er peningalykt vorra tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Sleppa að veiða

Svarthöfði skrifar: Sleppa að veiða
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Að láta reka á reiðanum

Björn Jón skrifar: Að láta reka á reiðanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Skýr hugmyndafræðileg sýn Frakklandsforseta

Björn Jón skrifar: Skýr hugmyndafræðileg sýn Frakklandsforseta
EyjanFastir pennar
26.08.2023

Sigmundur Ernir skrifar: Efnahagslegt einelti

Sigmundur Ernir skrifar: Efnahagslegt einelti
EyjanFastir pennar
17.08.2023

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hví hafa þau yfirgefið þá?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hví hafa þau yfirgefið þá?
EyjanFastir pennar
15.08.2023

Svarthöfði skrifar: Er líkt komið á með jafnöldrunum?

Svarthöfði skrifar: Er líkt komið á með jafnöldrunum?
EyjanFastir pennar
06.08.2023

Björn Jón skrifar: Afskræming stjórnmálastarfs

Björn Jón skrifar: Afskræming stjórnmálastarfs
EyjanFastir pennar
05.08.2023

Sigmundur Ernir skrifar: Við brennum bækur

Sigmundur Ernir skrifar: Við brennum bækur