fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Katrín aftur á hjólið – breytir ekki miklu fyrir Bjarna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. ágúst 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða ríkisstjórnarinnar versnar dag frá degi og því lengur sem dregst að boðað verði til kosninga því verri verður staðan, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut.

Hann segir formenn stjórnarflokkana sjá ofsjónum yfir uppgangi Samfylkingarinnar eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku. Þeir voni að þróunin muni snúast við en allt bendi hins vegar til þess að fylgi stjórnarflokkanna dragist áfram saman og byr Samfylkingarinnar aukist og bendir á nýjustu skoðanakönnun Maskínu máli sínu til stuðnings

Í umræddri skoðanakönnun reyndist Sjálfstæðisflokkurinn vera með 17,6 prósenta fylgi sem gæfi honum 12 þingmenn en nú hefur flokkurinn 17 menn á þingi. Ef niðurstaða kosninga yrði með þessum hætti félli bæði forseti Alþingis og formaður þingflokks sjálfstæðismanna af þingi, auk Hildar Sverrisdóttur, Birgis Þórarinssonar og Teits Björns Einarssonar sem kom inn sem varamaður á kjörtímabilinu. Framsókn myndi missa hálfan hálfan þingflokk sinn og einnig Vinstri græn sem fengju einungis fjóra menn kjörna, trúlega engan utan höfuðborgarsvæðisins.

Þrátt fyrir þetta virðist ekki vera neitt fararsnið á Bjarna Benediktssyni eða Katrínu Jakobsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að missa einn þriðja frá síðustu kosningum og er langt frá því 35 til 40 prósent fylgi sem hann gekk að vísu um árabil áður en Bjarni Benediktsson tók við formennsku þar á bæ. Vinstri græn mælast nú með 6,4 prósent og gætu sem hægast dottið út af Alþingi og þar með dáið drottni sínum.

Ólafur segir nýleg viðtöl við Katrínu og Bjarna gefa til kynna að þau hyggist einfaldlega njóta hvers dags, líta sem minnst til baka, halda Kristrúnu sem lengst frá embætti forsætisráðherra og hverfa svo af vettvangi í örugg störf erlendis eða hér á landi – en þá verði þau reyndar að sjá á eftir fínu ráðherrabílunum og bílstjórunum.

Það breyti litlu fyrir Bjarna en Katrín muni hins vegar þurfa að finna til gamla reiðhjólið sem hún flaggaði mjög í upphafi ferils síns, þá manneskja fólksins.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist