fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Landið sem verður sífellt öflugra – Miklir möguleikar fyrir hendi en þetta gæti endað með hörmungum

Eyjan
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 09:00

Frá Nígeríu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir um 80 ár verða landsmenn hugsanlega orðnir um 800 milljónir og þar með verður landið orðið að stórveldi á heimsvísu. En stóra spurningin er hvort heimurinn er undir það búinn?

Þetta er Nígería sem átt er við. Eftir 30 ár verða Nígeríubúar orðnir fleiri en Bandaríkjamenn en nú eru landsmenn um 200 milljónir. Miðað við spár Sameinuðu þjóðanna þá verður Nígería næstfjölmennasta ríki heims um næstu aldamót. Aðeins Indverjar verða fleiri. Reiknað er með að Kínverjum muni fækka um tæplega helming á þessari öld.

Þær fréttir sem Vesturlandabúar hafa heyrt frá Nígeríu á síðustu árum eru kannski aðallega tengdar hryðjuverkasamtökunum Boko Haram sem hafa herjað á norðausturhluta landsins.

Einn þeirra sem þekkir Nígeríu vel er Niels Kastfelt, lektor emeritus við Afríkudeild Kaupmannahafnarháskóla, í samtali við B.T. sagði hann að landið sé stórt og flókið og landsmönnum fjölgi mjög hratt. „Nígería getur orðið stórveldi en það landið getur líka orðið púðurtunna,“ sagði hann.

Kastfelt sagði að skýringuna á púðurtunnuhlutanum megi finna í norðausturhluta landsins, þar sem Boko Harem hefur herjað, því þar séu flestir íbúanna múslímar. Svæðið standi einnig suðurhluta landsins að baki hvað varðar efnahag og samfélagslega þróun. Miðstöð efnahagsins í landinu sé í suðvesturhlutanum, í Lagos.

Hann sagði að spurningin sé hvort stjórnvöldum takist að halda landinu saman. Þau eigi fullt í fangi með það nú og sé landið nánast klofið í tvennt. Til dæmis sé beinlínis hættulegt að ferðast um norðurhluta landsins.

„Staða öryggismála er slæma víða í landinu og Boko Harem er gott dæmi um að ríkisstjórnin hefur ekki stjórn á landinu. Á sama tíma getur orðið mikil framþróun nærri Lagos í suðvesturhlutanum. Það getur haf mikil áhrif fyrir alla Afríku og kannski allan heiminn,“ sagði hann.

Hann sagði að enginn vafi leiki á að Nígería geti orðið stórveldi með sína 800 milljónir landsmanna. Möguleikarnir séu miklir. Menntunarstigið  sé frekar hátt, margir frumkvöðlar séu í landinu og miklar náttúruauðlindir.

Ef Nígería verði ekki stórveldi geti það haft mikil vandræði í för með sér, ekki aðeins í Afríku, heldur einnig í Evrópu. Ástæðan er að þá gæti fólksflótti brostið á og það mikill. Ef unga fólkið sér engin tækifæri heima muni það yfirgefa landið. Til að koma í veg fyrir það verði að búa til velferð og tækifæri fyrir landsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að