fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Tekjur Íslendinga 2022: Hrikalegur launakostnaður í smáum sveitarfélögum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 19. ágúst 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom á Eyjunni í gær gera fyrrverandi bæjarstjórar það gott. sama má segja um starfandi sveitarstjóra og fjöldi íbúa í sveitarfélagi virðist ekki hafa afgerandi áhrif á launakjör þeirra sem ráðnir eru til að stýra því.

Í umfjölluninni í gær tókum við dæmi um bæjarstjóra sem létu af störfum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eftir sveitarstjórnarkosningarnar á síðasta ári. Þetta voru þeir Gunnar Einarsson í Garðabæ, Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi og Haraldur Sverrisson í Mosfellsbæ. Borin voru saman laun þeirra og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra jafnfram því sem borinn var saman kostnaður við laun þeirra á hvern íbúa viðkomandi sveitarfélaga.

Á meðan kostnaður á hvern íbúa Reykjavíkur vegna launa borgarstjórans var 22 krónur á mánuði og kostnaður fjögurra manna fjölskyldu rétt rúmar þúsund krónur á ári birtist ólík mynd þegar hins sveitarfélögin þrjú voru skoðuð.

Kostnaður hvers íbúa Kópavogs vegna launa bæjarstjóra var 79 krónur á mánuði og 3.800 á ári hjá fjögurra manna fjölskyldu.

Í Mosfellsbæ nam kostnaður hvers bæjarbúa vegna bæjarstjóralauna 207 krónum á mánuði og tæplega 10 þúsund á ári hjá fjögurra manna fjölskyldu.

Launahæsti bæjarstjórinn í fyrra var Gunnar Einarsson í Garðabæ. Kostnaður hvers íbúa bæjarins vegna launa hans var 255 krónur á mánuði og þurfti því hver fjögurra manna fjölskylda í bænum að standa undir ríflega 12 þúsund krónum á ári vegna launa hans.

Vert er að hafa í huga að allir létu þessir bæjarstjórar af störfum í fyrra og því kunna að vera inni í þessu tölum laun frá öðrum aðilum en sveitarfélögunum, en gera verður ráð fyrir því að njóti biðlauna í 6-12 mánuði. Engu að síður blasir við að nýir bæjarstjórar tóku við eftir kosningar og voru því einnig á bæjarstjóralaunum síðari hluta síðasta árs.

Sjá einnig: Fyrrverandi bæjarstjórar gera það gott – Gunnar Einarsson gnæfir yfir aðra og er með miklu hærri laun en Dagur B. Eggertsson

Þessi þrjú nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar eru öll með fjölmennari sveitarfélögum landsins og því ákváðum við að skoða af handahófi tvö mun fámennari sveitarfélög. Fyrir valinu urðu Stykkishólmur og Bláskógabyggð.

Jakob Björgvin S. Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi hafði rösklega 1,9 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári. Íbúar Stykkishólms voru 1.290 þann 1. janúar 2022. Út frá þessu má reikna út að mánaðarlegur kostnaður hvers íbúa í Stykkishólmi vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórans nam 1.834 krónum á mánuði í fyrra og kostnaður fjögurra manna fjölskyldu var 88 þúsund krónur á síðasta ári.

Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Mánaðarlaun hennar á síðasta ári voru rúmlega 1,9. milljónir á mánuði, líkt og hjá Jakob í Stykkishólmi. Íbúafjöldi í Bláskógabyggðar var 1.164 þann 1. janúar 2022. Kostnaður hvers íbúa vegna launa sveitarstjórans var 2.049 krónur á mánuði í fyrra og fjögurra manna fjölskylda þurfti að standa undi tæplega hundrað þúsund krónum á árinu

Til gamans tókum við saman hver mánaðarlaun framangreindra sveitarstjóra hefðu átt að vera í fyrra ef kostnaði á hvern í búa hefði verið haldið í sama horfi og í Reykjavík, en þar kostaði borgarstjórinn hvern íbúa 22 krónur á mánuði.

Til samanburðar hefðu mánaðarlaun bæjarstjóranna þriggja verið eftirfarandi ef kostnaður á hvern íbúa væri sá sami og í Reykjavík:

  • Ármann Kr. Ólafsson:                         724 þúsund
  • Gunnar Einarsson:                              342 þúsund
  • Haraldur Sverrisson:                           242 þúsund
  • Jakob Björgvin S. Jakobsson              28 þúsund
  • Ásta Stefánsdóttir                               26 þúsund

Samanburður af þessu tagi er vitaskuld gerður meira í gamni en alvöru en dregur þó áþreifanlega fram hrikalegt óhagræði og kostnað við að viðhalda miklum fjölda lítilla sveitarfélaga. Þessi kostnaður birtist vitanlega á fleiri sviðum en launum sveitarstjóranna. Kostnaður lítilla sveitarfélaga við hvers kyns þjónustu við íbúana á borð við skólarekstur, sorphirðu og samgöngur er svimandi hár í samanborið við það sem gerist í stærri sveitarfélögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben