fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg ætlar að taka lán til næstu 30 ára

Eyjan
Föstudaginn 11. ágúst 2023 17:30

Frá fundi borgarstjórnar. mynd/reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar til kauphallarinnar frá því í morgun kemur fram að borgin muni, í samræmi við útgáfuáætlun 2023, efna til útboðs á skuldabréfaflokkunum RVK 53 1 og RVKN 35 1, miðvikudaginn 16. ágúst næstkomandi.

Heimild borgarinnar til lántöku á árinu 2023 er 21 milljarður króna. Í tilkynningunni kemur fram að heildarfjármögnun ársins, fyrir þetta útboð, nemi 16,3 milljörðum króna, að meðtöldum 6 milljarða króna ádrætti á langtímalán hjá Íslandsbanka.

Skuldabréfaflokkurinn RVK 53 1 ber fasta 4,4% verðtryggða vexti og af bréfunum greiðir Reykjavíkurborg jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 10. desember 2053. Heildarstærð RVK 53 1 fyrir þetta útboð nemur alls 24.285 milljónum króna, segir í tilkynningunni, að nafnvirði, að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar en upphæð þeirra er sögð nema 1 milljarði króna.

Hinn skuldabréfaflokkurinn, RVKN 35 1, ber fasta 6,72% óverðtryggða vexti og af honum eru greiddar jafnar afborganir á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 26. mars 2035. Heildarstærð RVKN 35 1 fyrir þetta útboð nemur alls 21.520 milljónum króna, samkvæmt tilkynningunni, að nafnvirði, að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar sem nema 960 milljónum króna.

Í tilkynningunni segir að útboðið verði með svokallaðri hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Einnig er tekið fram að Reykjavíkurborg áskilji sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir að því lýkur.

Áætlaður uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 22. ágúst næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki