fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Þingkosningarnar á Spáni geta haft mikil áhrif á Gíbraltar

Eyjan
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 08:00

Frá aðalverslunargötunni á Gíbraltar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánverjar ganga að kjörborðinu á laugardaginn og kjósa til þings. Að sögn breskra fjölmiðla þá geta kosningarnar haft mikil áhrif á Gíbraltar ef Partido Popular (PP), sem er hægri flokkur, fær góða kosningu.

Gíbraltar er breskt yfirráðasvæði á suðurströnd Íberíuskaga. Þar búa um 34.000 manns á tæplega 7 ferkílómetra svæði.

Ef úrslit kosninganna verða í samræmi við niðurstöður skoðanakannana þá getur farið svo að PP þurfi að leita til hægri flokksins Vox til að geta myndað meirihluta á þingi. Vox, sem er lítill hægri flokkur, hefur haft í hótunum um að loka landamærum Spánar og Gíbraltar ef hann kemst til valda að kosningum loknum.

Allt frá því að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið hafa þeir og Spánverjar reynt að ná saman um stöðu og framtíð Gíbraltar en það hefur ekki tekist fram að þessu. Nú hefur Vox fengið nóg og vill þvinga Breta til að láta undan kröfum Spánverja með því að loka landamærunum.

Samningaviðræðurnar sigldu í strand nýlega þegar ríkisstjórn sósíalista krafðist þess að fá lögsögu yfir flugvellinum á Gíbraltar.

Í kjölfar Brexit er Gíbraltar fræðilega séð utan tollabandalags ESB og því eiga reglurnar um frjálsa för fólks í raun ekki við. En til að koma í veg fyrir öngþveiti á svæðinu hafa spænsk stjórnvöld ekki gripið til þess ráðs að taka upp landamæraeftirlit eða loka landamærunum.

15.000 Spánverjar fara dag hvern til Gíbraltar til að vinna en þeir gegna mörgum mikilvægum störfum þar, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Þeir fá almennt hærri laun en þeir geta fengið á Spáni.

Breska ríkisstjórnin hefur sakað spænsku ríkisstjórnina um að setja óraunhæfar kröfur fram til að þvinga fram samning sem myndi í raun fela í sér að Gíbraltar verður innlimað í Schengensvæðið þar sem ekkert landamæraeftirlit er.

Deilur Spánverja og Breta um Gíbraltar eru ekki nýjar af nálinni. Þær má rekja allt aftur til 1704 og þegar enskar og hollenskar hersveitir hertóku svæðið. Samkvæmt Utrecht-sáttmálanum frá 1713 fengu Bretar opinberlega yfirráð yfir svæðinu en Spánverjar hafa alla tíð síðan krafist þess að fá svæðið aftur.

Gíbraltabúar kusu um framtíð svæðisins 1967 og 2002 og höfnuðu því að ganga Spánverjum á hönd.  Gíbraltar fékk sjálfsstjórn 2006 en ríkisstjórnin í Lundúnum fer með utanríkismál og varnarmál svæðisins.

Áður fyrr var Gíbraltar mjög mikilvæg höfn fyrir breska flotann en í dag eru fjármálastarfsemi, flutningastarfsemi og ferðamennska aðaluppistaðan í atvinnulífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum