fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Trump reynir að fá réttarhöldum frestað fram yfir forsetakosningarnar

Eyjan
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 06:50

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útbreidd kenning meðal Demókrata er að megintilgangur Donald Trump með því að bjóða sig fram til forseta á næsta ári sé að komast undan óþægilegum réttarhöldum.

Nú reyna lögmenn forsetans fyrrverandi að fá réttarhöldum yfir honum, fyrir að hafa geymt leyniskjöl á heimili sínu í Flórída, frestað þar til eftir forsetakosningarnar.

Ástæðan fyrir þessari baráttu er augljós því ef Trump sigrar í kosningunum í nóvember á næsta ári verður líklega ekkert úr réttarhöldum yfir honum því forsetinn nýtur friðhelgi á meðan hann er við völd. Og ef það nægir ekki þá hefur hann að margra mati völd til að náða sjálfan sig.

Lögmenn Trump sendu nýlega 12 síðna langa greinargerð til alríkisdómara, sem sér um málið varðandi leyniskjölin, þar sem þeir færa rök fyrir því að fresta eigi réttarhöldunum fram yfir kosningar en til stendur að þau hefjist í desember.

Lögmennirnir draga enga dul á að þeir muni gera sitt besta til að draga rannsóknina og málsmeðferðina á langinn.

Trump er ákærður fyrir að hafa tekið rúmlega 100 háleynileg skjöl með sér þegar hann lét af embætti forseta og að hafa flutt þau með sér til Flórída þar sem hann geymdi þau á heimili sínu.  Meðal þessara skjala voru upplýsingar um kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna og annarra ríkja. Veikleikar ef til stríðs kæmi og áætlanir um viðbrögð við kjarnorkuárás á Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að