fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Skorar á stjórnvöld – starfsfólk víða komið að þolmörkum

Eyjan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 13:04

Sandra B. Franks, formaður SJúkraliðafélags Íslands. - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neyðarástand blasir við í heilbrigðisstofnunum landsins og nauðsynlegt er að auka fjármagn til þeirra.

Sjúkraliðafélag Íslands skorar á stjórnvöld að auka fjármagn í fjárlögum næsta árs til heilbrigðisstofnana landsins. Í áskoruninni segir að nánast sérhver heilbrigðisstofnun glími við mönnunarvanda og álag. Nýverið hafi borist fréttir af ófremdarástandi í Vestmannaeyjum og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem bregðast þurfi við.

„Yfir sumartíma og snemma hausts eru meginlínur lagðar í fjárlagafrumvarpi næsta árs innan sérhvers ráðuneytis. Núna er rétti tíminn til að benda á að óbreytt ástand gengur ekki. Heilbrigðisstarfsfólk er víða komið að þolmörkum.“ segir í áskoruninni

„Sjúkraliðafélag Íslands hvetur því heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra að tryggja aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana landsins í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem nú er í bígerð.

Fólk veikist, slasast og því fjölgar burtséð frá hvað er sett í fjárlög. Það gengur ekki lengur að láta heilbrigðisstarfsfólk taka á sig augljóslegan skort á fjármagni til heilbrigðisstofnana í formi aukins álags, bágra starfsaðstæðna og manneklu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að