fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Jóhann Páll sakar ríkisstjórnina um spunaleiki – „Allt tal um nýjar og afgerandi aðhaldsráðstafanir til að sporna gegn verðbólgu var blekking“

Eyjan
Þriðjudaginn 6. júní 2023 15:30

Jóhann Páll Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sakar ríkisstjórnina um blekkingar varðandi þær aðhaldsaðgerðir sem tilkynntar voru í gær til höfuðs verðbólgunni sem nú geisar hérlendis. Í aðsendri grein á Eyjunni segir Jóhann Páll að flestir hafi vonast til þess að ríkisstjórnin væri loksins vöknuð af þyrnirósarsvefni en þegar rýnt hafi verið í tillögurnar blasi við að ekkert viðbótaraðhald sé að finna í þeim.

Sjá einnig: Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir gegn verðbólgu: Laun þingmanna og ráðherra hækka um 2,5 prósent í stað 6 prósenta

Aðhaldsráðstafanirnar höfðu þegar verið kynntar í fjármálaáætlun fyrr í vor, og í samræmi við þetta hefur meirihlutinn í fjárlaganefnd lagt til að fjármálaáætlun verði samþykkt óbreytt. Allt tal um nýjar og afgerandi aðhaldsráðstafanir til að sporna gegn verðbólgu var blekking, og reyndar hafði stór hluti aðgerðanna líka verið kynntar í fjármálaáætluninni í fyrra og voru þannig kynntar í þriðja sinn í gær. Aðhaldsaðgerðirnar hafa hingað til ekki dugað til að slá á verðbólguvæntingar og munu ekki duga þótt þær séu nú kynntar í þriðja sinn,“ skrifar Jóhann Páll.

Hann segist efast um að  fólkið í landinu hafi endalausa þolinmæði fyrir spunaleikjum og almannatengslabrellum af þessu tagi. „Hvernig ríkisstjórnin kynnir sífellt gamlar aðgerðir sem nýjar, heldur sama blaðamannafundinn aftur og aftur og felur sig á bak við starfshópa þegar kallað er eftir afgerandi stuðningsaðgerðum fyrir fólkið í landinu. Það eru heldur ekki heiðarleg stjórnmál að skapa falskar væntingar hjá fólki með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Það grefur undan trausti til stjórnmálanna og er lítilsvirðing við fólkið í landinu á erfiðum tímum,“ skrifar þingmaðurinn.

Frá hans sjónarhóli voru góðu fréttir gærdagsins þær að ríkisstjórninni hafi snúist hugur varðandi uppbyggingu almennra íbúða og brugðist við gagnrýni Samfylkingarinnar, verkalýðshreyfingarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á vanfjármögnun rammasamningsins um húsnæðismál.

„Þegar við kölluðum eftir þessu á Alþingi í vetur sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar aftur og aftur að það væri ekki hægt að byggja meira, en nú segist ríkisstjórnin stefna að uppbyggingu 1000 leiguíbúða á ári eins og við jafnaðarmenn lögðum til í þingsályktunartillögu á síðasta löggjafarþingi,“ skrifar Jóhann Páll.

Hér má lesa grein þingmannsins í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“