fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Meirihluti Repúblikana styður Trump þrátt fyrir ákæruna – „Þeir eru hræddir við að styggja kjarnann“

Eyjan
Mánudaginn 12. júní 2023 08:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump var ákærður í síðustu viku fyrir 37 brot er tengjast meðferð leyniskjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti forseta. Fréttaskýrendur og aðrir sérfræðingar telja málið mjög alvarlegt fyrir Trump og á hann allt að 400 ára fangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur.

Það hefur vakið athygli margra að flestir keppinautar hans um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins á næsta ári hafa ekki notað ákæruna til að ráðast á Trump. Þeir hafa þvert á móti gagnrýnt hana og lýst yfir áhyggjum sínum af henni og sagt að hún geti valdið enn meiri og dýpri klofningi meðal bandarísku þjóðarinnar en nú er.

Jørn Brøndal, prófessor í bandarískri sögu við Syddansk háskólann í Danmörku, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að ákveðin ástæða sé fyrir þessu. „Þeir eru hræddir við að styggja kjarna kjósenda Repúblikanaflokksins,“ sagði hann.

Það voru alríkisyfirvöld sem gáfu ákæruna út en því fer fjarri að allir Repúblikanar séu sáttir við þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að ákæra forsetann fyrrverandi. Kevin McCarthy, formaður fulltrúadeildar þingsins, sagði það „óverjandi“ að ákæra Trump.

Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana en hann er ósáttur við ákæruna og sagði það vera ógn við frjálst samfélag að reyna að nota alríkisyfirvöld sem vopn.

Trump hefur sótt hart að DeSantis að undanförnu og segir hann ófæran um að gegna embætti forseta. Samt sem áður segist DeSantis ósáttur við ákæruna.

Jørn Brøndal sagði að eins og fleiri frambjóðendur sé DeSantis hræddur við viðbrögð stórs hluta af kjarnakjósendum Repúblikanaflokksins sem styðja Trump. Ef fólk taki afstöðu gegn Trump eigi það á hættu að vera ýtt út úr flokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum