fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Er Svandís dýravinur eða styður hún dýraníð?

Eyjan
Föstudaginn 12. maí 2023 09:30

Ólafur telur að banna eigi hvalveiðar strax.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjum Náttfara-pistli á Hringbraut skrifar Ólafur Arnarson að brátt komi í ljós hvort Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sé sannur dýravinur eða hvort hún aðhyllist dýraníð. Tilefni skrifanna er nýútkomin skýrsla Matvælastofnunar um framvindu hvalveiða hér við land á síðasta ári, en þar kemur fram að dauðastríð hvala getur verið langt og hvalafullt eftir að þeir eru skotnir með skutli með sprengioddi.

„Með útgáfu umræddrar svartrar skýrslu hefur magnast krafan um að stórhvaladrápi verði hætt strax. Nú er ekki lengur hægt að skoða málið, setja það í nefnd og svæfa það með einhverjum hætti. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og banna þessa starfsemi. Dýraníð má ekki viðgangast lengur.“

Ólafur segir valdið nú vera hjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra sem komi frá Vinstri grænum sem gefa sig út fyrir að vera flokkur náttúruverndar og þar með dýraverndar þó að talsvert vanti upp á að forystumenn flokksins hafi sýnt þá stefnu í verki. Nú sé tækifærið. „Ef Svandís lætur þetta ástand viðgangast eftir að hafa fengið upp á yfirborðið svo svarta skýrslu, ætti hún og flokkur hennar hið minnsta hætta að gefa sig út fyrir að þykjast vera náttúruverndarflokkur.“

Ólafur segir ekki lengur hægt að benda á Kristján Þór Júlíusson og Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum, sem sökudólga hvað hvalveiðar varðar. Þeir séu ekki lengur við völd.

„Nú er það ráðherra Vinstri grænna sem hefur nú valdið og framvindu þessa máls í hendi sér. Aðhyllist Svandís Svavarsdóttir dýraníð eða er hún sannur dýravinur?

Við fáum brátt svör við því.“

Líflegar umræður hafa skapast á Facebook síðu Hringbrautar um skrifin. Pistilinn er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn