fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt

Eyjan
Sunnudaginn 19. mars 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin umdeilda þingkona Repúblikana, Marjorie Taylor Greene, telur að rétt sé að skipta Bandaríkjunum upp þannig að ríki, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, verði aðskilin frá þeim ríkjum sem Demókratar ráða ríkjum í. Sérfræðingar vara við þessari tillögu hennar.

Greene lét þessi ummæli falla í fyrsta sinn í tísti á hinum árlega forsetadegi í Bandaríkjunum en þá minnast Bandaríkjamenn forseta sinna. Greene skrifaði þá að nú væri kominn tími á skilnað ríkja Demókrata og Repúblikana.

„Við höfum þörf fyrir skilnað þjóðarinnar. Við neyðumst til að skilja rauðu og bláu ríkin að og skera alríkisstjórnina niður. Allir, sem ég tala við, tala um þetta. Um þessi sjúklegu og viðbjóðslegu woke-menningarmál, sem er þrýst niður í hálsinn á okkur, til hryllilegrar stefnu Demókrata um að setja Bandaríkin aftast. Við höfum fengið nóg af þessu,“ skrifaði hún.

Marjorie Taylor Greene er ansi umdeild. Skjáskot/YouTube

 

 

 

 

 

Bæði Demókratar og Repúblikanar gagnrýndu skrif hennar og bentu á að tillagan stríði gegn stjórnarskránni.

Margir sérfræðingar vara við því að ummæli Greene geti ýtt undir ofbeldisverk öfgasinnaðra hægrimanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“