fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Eyjan

Nikki Haley sögð ætla að takast á við Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. febrúar 2023 08:00

Nikki Haley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikki Haley, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ og fyrrum ríkisstjóri í Suður-Karólínu, er sögð ætla að tilkynna fljótlega að hún sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024.

BBC skýrir frá þessu og segir að reiknað sé með að Haley tilkynni þetta þann 15. febrúar í Charleston í Suður-Karólínu. Haley, sem er 51 árs, verður þar með annar þekkti Repúblikaninn til að tilkynna um framboð en Donald Trump, fyrrum forseti, tilkynnti í nóvember að hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins 2024.

Þegar hún var ríkisstjóri fékk hún orð á sig fyrir að vera hliðholl fyrirtækjum og hafi gert mikið til að laða stórfyrirtæki til ríkisins.

Hún studdi Marco Rubio í forvali Repúblikanaflokksins 2016 en þrátt fyrir það bauð Trump henni stöðu sendiherra hjá SÞ eftir að hann tók við völdum í Hvíta húsinu. Hún gegndi embættinu í tvö ár. Ólíkt mörgum öðrum samstarfsmönnum Trump þá lenti henni ekki saman við Trump opinberlega.

En Haley gagnrýndi framgöngu Trump í tengslum við árás stuðningsmanna hans á Hvíta húsið í janúar 2021. Daginn eftir árásina sagði hún: „sagan mun dæma framgöngu hans eftir kosningarnar harkalega“.

Niðurstaða nýrrar könnunar Trafalgar Group sýndi að 43% Repúblikana styðja Trump en 12% Haley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR