fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Spurningar Loga voru of umfangsmiklar fyrir Þórdísi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. desember 2023 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var birt á vef Alþingis svar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra við spurningum Loga Más Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar um ríkiseignir. Ráðherrann svaraði spurningunum ekki og segir í svari sínu að þær séu svo viðamiklar að ekki sé hægt að svara þeim í stuttu máli.

Spurningar Loga voru þessar:

„Hversu margar nýbyggingar hafa verið byggðar á vegum ríkisins og fyrirtækja þess undanfarin 20 ár? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélagi, ári, stærð, tegund húsnæðis, byggingarstigi, því hvenær hafist var handa og byggingarkostnaði.

„Hver var fjöldi bygginga ríkisins ár hvert á fyrrnefndu tímabili, sundurliðað eftir sveitarfélögum?“

„Hver var fjöldi fermetra ríkiseigna ár hvert á fyrrnefndu tímabili, sundurliðað eftir  sveitarfélögum?“

„Hvaða upphæð var greidd í fasteignagjöld af ríkiseignum ár hvert á fyrrnefndu tímabili, sundurliðað eftir sveitarfélögum?“

Í svari ráðherrans segir að í lögum um þingsköp Alþingis komi fram að þingmaður geti óskað upplýsinga frá ráðherra eða svars um opinbert málefni eða einstakt atriði með þingfyrirspurn. Í lögunum komi jafnframt fram að fyrirspurn skuli vera skýr, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það miðað að hægt sé að svara henni í stuttu máli.

Þannig sé gert ráð fyrir að skrifleg svör séu að jafnaði ekki lengri en svo að þau megi lesa á fimm til tíu mínútum. Þá beri að hafa í huga að samkvæmt þingskapalögum sé ráðherrum settur þröngur tímafrestur, 15 virkir dagar, til að svara skriflegum fyrirspurnum.

Efni fyrirspurnarinnar sé svo viðamikið að ekki sé hægt að svara henni með einföldum hætti og í stuttu máli enda sé verið að kalla eftir ítarlegum upplýsingum yfir 20 ára tímabil sem sundurliða þurfi eftir stöðu í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Til að hægt sé að ná utan um þær upplýsingar þurfi að fara yfir öll skilamöt sem gefin hafa verið út vegna einstakra framkvæmda á vegum ríkisins undanfarin 20 ár. Þá þurfi jafnframt að kalla eftir sértækum upplýsingum frá öllum félögum í ríkiseigu yfir sama tímabil.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið búi ekki yfir miðlægum upplýsingum um einstakar framkvæmdir félaga í eigu ríkisins. Því sé ljóst að ekki sé hægt að svara fyrirspurninni í stuttu máli í samræmi við 57. grein laga um þingsköp Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“