fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Bæjarstjóri fékk lögmann Arctic Hydro til að meta hæfi fulltrúa VG – Mikill hitafundur í gær

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. desember 2023 17:30

Björn lét gera lögfræðiálit um hæfi Ásrúnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, fékk Jón Jónsson lögmann til þess að gera álit um framtíðarhæfi sveitarstjórnarfulltrúans Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur eftir að hún tók við formennsku náttúruverndarsamtaka Austurlands, NAUST. Jón Jónsson, er lögmaður orkufyrirtækisins Arctic Hydro sem vill reisa virkjun í Hamarsdal. Ásrún var ekki upplýst um að verið væri að vinna álitið um sig.

Heitar umræður sköpuðust þegar málið var rætt á sveitarstjórnarfundi í Múlaþingi í gær og margir fulltrúar tóku til máls. Fulltrúum minnihlutans, Vinstri grænum, Austurlista og Miðflokki, var heitt í hamsi en fulltrúar meirihlutaflokkana, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, auk Björns Ingimarssonar sveitarstjóra reyndu að gera lítið úr málinu.

 

Sitji allan hringinn við borðið

„Þessi lögfræðingur hefur ekki aðeins unnið fyrir þetta fyrirtæki heldur skrifað jafnvel rætnar greinar þeim til stuðnings,“ sagði Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG, með mikilli áherslu í púltinu í gær. „Hann er ekki ráðinn til að verja nauðgara. Hann er þetta. Hann starfar við þetta. Hann situr allan hringinn í kringum borðið varðandi hugsanlega virkjun í Hamarsdal. Hann er lögfræðingur sveitarfélagsins, hann er lögfræðingur landeigenda í sambandi við þjóðlendur, hann er lögfræðingur fyrirtækisins og nú á hann að fá að ákveða hvort að fulltrúi VG, sem leggst gegn Hamarsvirkjun sem lá ljóst fyrir fyrir kosningar, hvort að hún sé hæf til að segja til um það.“

Hlyni var heitt í hamsi á fundinum.

Ásrún var ekki á fundinum en Helgi sagði að hún hefði verið kosin á grundvelli skoðana sinna um umhverfisvernd. Mikill þrýstingur væri frá Arctic Hydro að koma virkjuninni á. Meðal annars hefðu átta fulltrúar fyrirtækisins komið til að ræða við heimastjórn Djúpavogs.

Fólk gæti verið vanhæft vegna ýmissa mála, til dæmis fjárhagslegra og sumir sveitarstjórnarfulltrúar væru í fyrirtækjarekstri. Spurði hann hvort ætti þá ekki að gera lögfræðiálit um þá alla.

„Björn Ingimarsson, þú hreinlega hljópst á þig,“ sagði Helgi.

Treystir hlutleysi lögfræðingsins

Við DV segir Björn að spurningin um hæfi Ásrúnar hefði komið frá Jónínu Brynjólfsdóttur, forseta sveitarstjórnar og oddvita Framsóknarflokksins.

„Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir því að þetta yrði skoðað, hvort það væri mögulegt vanhæfi, og þess vegna var þetta sent í skoðun,“ segir Björn. Málið var sent til starfandi lögfræðings sveitarfélagsins sem óskaði eftir áliti utanaðkomandi lögfræðings sem Björn samþykkti.

Upplýsingarnar um álitið voru hins vegar ekki sendar til Ásrúnar fyrr en það var tilbúið.

Björn og Jónína á fundinum í gær.

„Við mátum það þannig að þetta væri svosum engin þannig alvarleiki í málinu. Menn reiknuðu ekki með að þetta yrði svona viðkvæmnismál,“ segir Björn aðspurður um hvers vegna Ásrún var ekki látin vita að verið væri að gera lögfræðiálit um hana en í álitinu segir að hún sé vanhæf í þeim málum er NAUST hefur aðkomu að.

Aðspurður hvort það sé ekki óheppilegt að lögmaður Arctic Hydro geri þetta álit segir Björn svo ekki vera.

„Hann hefur sjálfsagt unnið fyrir hina og þessa. Hann vinnur töluvert mikið fyrir sveitarfélagið,“ segir hann. Einnig að hann treysti hlutleysis Jóns í þessu máli. „Við treystum því algjörlega vegna þeirra reynslu sem við höfum af vinnu Jóns fyrir sveitarfélagið. Okkur hefur aldrei komið neitt til hugar en að viðkomandi væri neitt annað en hlutlaus og unnið þetta faglega.“

Leiðinlegt og ósmekklegt

Jónína tók til máls á sveitarstjórnarfundinum í gær og sagði að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. Hún hafi aðeins viljað vita hvort Ásrún yrði vanhæf um ýmis mál. Svo sem vindmyllur í Lagarfossi, Gilsárvirkjun, Geitdalsárvirkjun, Hamarsvirkjun og náttúrverndarskipulag á Eiðum svo dæmi séu tekin.

Sjá einnig:

Sauð upp úr þegar Þröstur neitaði að yfirgefa salinn – Rætt um lögreglu og handalögmál

„Ég vildi vita að ef NAUST sendir inn álit um eitthvað af þessu hvort að hún sé þá orðin vanhæf,“ sagði Jónína. Þá sagði hún ósmekklega vegið að lögfræðingnum. „Mér finnst það örlítið leiðinlegt og kannski svoltíð ósmekklegt að vera að draga inn á sveitarstjórnarfundi málefni einstakra starfsmanna og starfsleiðir sem þeir velja því hér eru þeir ekki til að svara fyrir sig.“

Með vanhæfi minnihlutans á heilanum

Þetta er ekki eina vanhæfismálið sem komið hefur upp í Múlaþingi undanfarið. Vanhæfismál Miðflokksmannsins Þrastar Jónssonar vegna leiðarvals Fjarðarheiðargangna hefur farið hátt. Annar Miðflokksmaður, Hannes Karl Hilmarsson, var einnig gerður vanhæfur í því máli.

„Það virðist eins og þessi meirihluti í Múlaþingi sé með hæfi minnihlutans á heilanum,“ sagði Eyþór Stefánsson, fulltrúi Austurlistans á fundinum í gær.

Eyþór sagði meirihlutann með vanhæfi minnihlutans á heilanum.

Sagði hann málið mjög miður og leitt að verið væri að taka fram fyrir hendurnar á Ásrúnu Mjöll að bera upp eigið vanhæfi í einstökum málum eins og venjan sé. Að meirihlutinn treysti ekki dómgreind hennar og ætlaði að meta þetta fyrir hana.

„Hver er bestur til þess fallinn? Jú það er lögfræðingur Arctic Hydro. Sem vill svo til að er eina málið sem Ásrún Mjöll hefur unnið fyrir þessi samtök,“ sagði Eyþór og átti þá við Hamarsvirkjun.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“