fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Heiðar Ingi Svansson: Löngu úrelt ríkiseinokun á útgáfu námsbóka kemur niður á námsárangri hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. desember 2023 15:30

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fyrirkomulag að ríkið hafi einokun á útgáfu námsbóka fyrir grunnskóla er löngu úrelt og stuðlar að versnandi námsárangri íslenskra grunnskólabarna. Ef ríkiseinokun væri svona góð værum við enn að reka Ríkisskip, Áburðarverksmiðju ríkisins og Ferðaskrifstofu ríkisins, segir Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú bókaútgáfunnar og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Hann segir Ísland hafa setið eftir og misst af tækifærum t.d. á sviði gervigreindar vegna þessa fyrirkomulags. Heiðar Ingi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Heiðar Ingi Svansson - Samstarf við ráðuneyti.mp4
play-sharp-fill

Heiðar Ingi Svansson - Samstarf við ráðuneyti.mp4

Mér finnst í raun og veru, og ég held að ég tali fyrir munn nokkuð margra, að .það sé langt síðan við höfum haft menningarráðherra hérna sem hefur jafn mikinn áhuga á menningartengdri starfsemi og mér finnst Lilja hafa gert mjög margt vel,“ Segir Heiðar Ingi. „Það er tímabært að gera þessa bókmenntastefnu, það er tímabært að horfa á fleiri hliðar en bara þessa endurgreiðslu. Við búum hér við ritlaunakerfi og við þurfum að tala um innkaup bókasafna, að ég tali nú ekki um fyrirkomulag námsbókaútgáfu í ljósi nýjustu tíðinda og niðurstaðna PISA.“

Nákvæmlega, Það komu sláandi niðurstöður úr PISA könnuninni. Fyrirkomulag á útgáfu námsbóka á Íslandi er dálítið frábrugðið því sem er víðast hvar í kringum okkur, er það ekki rétt skilið hjá mér?

Það er mjög frábrugðið og eiginlega rannsóknarefni af hverju í ósköpunum við teljum það, ein þjóða í kringum okkur, nema kannski í Makedóníu og þar er það örugglega ekki gert vegna þess að það virki svo vel heldur bara vegna tregðulögmáls. En við erum í rauninni enn með Ríkisútgáfu námsbóka – ríkið er með einokun á útgáfu námsbóka fyrir allt grunnskólastigið og það er fáheyrt í vestrænu samfélagi,“ segir Heiðar Ingi.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Þetta hefur minna með einangraða hagsmuni okkar útgefenda að gera, þetta er verst fyrir skólakerfið, þetta er verst fyrir nemendurna og foreldra – árangur nemenda. Ef þetta kerfi væri fræðilega gott þá værum við enn þá með Ríkisskip, við værum með Áburðarverksmiðju ríkisins, Ferðaskrifstofu ríkisins,“ segir Heiðar Ingi. „Það að leyfa sér að segja að þetta kerfi sé gott, með fullri virðingu fyrir Menntamálastofnun og því fólki sem hefur unnið þar, þetta kerfi er bara úrelt og það er úrelt fyrir löngu. Það er enginn hvati í kerfinu til að vera með viðskiptaþróun eða nýjungar og við höfum dregist mjög langt aftur úr. Við erum örugglega, í mörgum tilfellum, að skrifa ágætis bækur og miðað við fjármunina í þessu er verið að gera ýmislegt vel. Gallinn við þetta er sá að síðustu fimm árin hefur gerst gríðarlega mikið á tæknilega sviðinu, svo ég tali nú ekki um gervigreindina, en það er búið að skrifa gervigreind inn í flestan námstengdan hugbúnað í löndunum í kringum okkur en í námsbókaútgáfu hér vitum við ekki hvað gervigreind er.“

Hann segir málið ekki snúast um gervigreind í einhverju spjallforritum heldur snúist það um að nýta hana til að kenna t.d. drengjum sem eru eftir á í lestri, sem komi hryllilega út í PISA könnuninni, eða stærðfræði. „Við getum verið með hugbúnað sem t.d. veit að ef þú ert átta ára drengur þá er meðalþekking þín á stærðfræði einhvern veginn svona. Svo byrjar þú að vinna inni í kerfinu og þá sér kerfið með gervigreindinni að þú ert ekki inni í miðju heldur þarft meiri stuðning og það veitir meiri örvun sem því nemur. Ég er ekki að nefna þetta sem dæmi af því að einhver kerfi leysi allan vanda. En með því að loka markaðinn inni í ríkisútgáfu þar sem menntatæknifyrirtæki eða kennarar, eða útgefendur og aðrir, sem eru margir hverjir komnir lengra í þróun en hið opinbera á þessu sviði: Þá sé bara markaðurinn lokaður þannig að kennari sem sér þennan stærðfræðihugbúnað, eða rafræna útgáfu, eins og við erum komin með hjá Iðnú fyrir framhaldsskólana, getur ekki skipt við aðila sem bjóða eitthvað til að bæta námsárangur er glórulaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Hide picture