fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Eyjan

Yfirdráttarlán eru ekkert annað en dulin vanskil í bankakerfinu, segir umboðsmaður skuldara – bankarnir hafa lært sína lexíu

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 10:30

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirdráttarlán eru ekkert annað en dulin vanskil, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Hún segir að fasteignaeigendur sú farnir að leita ráða og aðstoðar hjá embættinu þótt ekki sé enn um holskeflu að ræða í þeim efnum. Hún hefur áhyggjur af framfærslukostnaði heimilanna. Bankarnir í dag eru hins vegar miklu stöndugri en þeir voru eftir hrun og mun viljugri til að hjálpa fólk. Þeir hafa lært sína lexíu, segir Ásta Sigrún sem er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Ásta Sigrún - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ásta Sigrún - 3.mp4

Það má alveg segja að við finnum þetta á símaráðgjöfinni – fólk er farið að hafa áhyggjur. Það má segja að munurinn á stöðunni núna og eftir hrun er að bankarnir eru miklu stöndugri og þeir hafa lært sína lexíu. Ég vil taka fram að ég finn fyrir miklum mun hvað bankarnir í dag eru tilbúnari að hjálpa fólki og hafa, svo ég noti bara það orð, félagslega sýn. Þeir ganga eins langt og þeir geta til að hjálpa fólki. En hvað umsóknir varðar þá erum við smátt og smátt að sjá fasteignaeigendur koma inn en við sjáum enga holskeflu þar,“ segir Ásta Sigrún.

Hún bætir því við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. Það séu ekki bara lánin sem valdi áhyggjum. „Það er bara matarkarfan, öll framfærslan. Það er allt að hækka. Það sem við sjáum líka er aukning í þessum skammtímalánum; Netgíró og öllu þessu, því hvað á fólk sem ekki nær endum saman að gera? Fólk er með börn og svo eru jólin núna fram undan. Nú erum við að sjá auglýsingar um að kaupa núna og borga í febrúar og skipta svo febrúar greiðslunni á febrúar, mars og apríl. Svo vil ég vekja athygli á því líka að yfirdráttarlán eru oft dulin vanskil. Það er lítið um vanskil í kerfinu og allt það en yfirdráttarlánin með vöxtum sem eru jafn háir dráttarvöxtum eru dulin vanskil.“

Ásta Sigrún segist ekki vilja vera svartsýn en bendir á að blikur séu á lofti. „Við finnum alveg að fólk hefur áhyggjur. Ég hef áhyggjur af fyrstu kaupendum, ungu fólki sem er líka með háa framfærslu. Við verðum einfaldlega að halda utan um það og vera á undan, ekki vera alltaf í því að bregðast við þegar allt er komi í óefni. Við verðum að læra af reynslunni og þar tel ég að reynslan sem hefur myndast hjá okkur sé mikilvægt lóð á vogarskálarnar. Við erum stöðugt í sambandi við það ráðuneyti sem við erum undir, sem er félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og ég er mjög þakklát fyrir hvað vel er tekið í okkar tillögur og hlustað á okkur þar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilja takmarka fjölskyldusameiningu hælisleitenda

Vilja takmarka fjölskyldusameiningu hælisleitenda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron
Hide picture