fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Eyjan

Úthúðar sýslumanni fyrir að stela af henni 10,6 milljónum og færa þær svo Arion banka á silfurfati

Eyjan
Föstudaginn 24. nóvember 2023 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, birtir í dag opið bréf til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún skorar á embættið að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað þegar Arion banka voru færðar á silfurfati 10,6 milljónir sem réttilega hefðu átt að renna til Ásthildar og eiginmanns hennar, í kjölfar nauðgunarsölu á heimili þeirr.a 

„Við hjónin höfum höfðað mál gegn ríkinu vegna þess sem varla er hægt að kalla annað en rán um hábjartan dag, þegar sýslumaður ákvað að taka af okkur hjónum 10,6 milljónir króna og færa Arion banka til eignar. Lái okkur hver sem vill, en við erum ekki tilbúin að sætta okkur við það.“

Ásthildur segir að rekja megi málið aftur til 2017 þegar eign þeirra hjóna var seld nauðungarsölu. Þá hafi sýslumaður neitað að taka tillit til fyrndra vaxta þegar kom að því að úthluta söluandvirði. Sökum þess hafi Arion-banki fengið mun meira í sinn hlut en bankanum bar, eða um 10,6 milljónir króna fyrir vexti sem voru fyrndir.

Leituðu hjónin þá fyrir dómstóla en tókst aldrei að fá úrskurð um ágreiningsmálið – þ.e. að 10,6 milljón króna vextir sem Arion fékk greidda – voru í raun fyrndir og hefðu ekki átt að koma til bankans þegar söluverðmæti fasteignarinnar var gert upp.

Uppgefin á líkama og sál

Ásthildur segir að á þessum tíma hafi hún verið þreytt á líkama og sál. Hún hafi misst húsið eftir um áratugalanga baráttu.

„Á þeim tímapunkti var búið að skikka mig í veikindaleyfi vegna örmögnunar auk þess sem á skall heimsfaraldur (sem margir hafa notað sér til afsökunar í mörgu. Allt spilaði þetta sína rullu og við lögðumst hreinlega í hýði til að safna kröftum.

Auk þess er það raunin að fjárhagslega getur venjulegt fólk ekki staðið í svona baráttu til lengdar og „kerfið“ reiðir sig á það að fólk gefist upp í baráttunni og ef ég væri ekki orðin alþingismaður ættum við enga möguleika á að halda áfram að leita réttar okkar, því lögfræðiþjónustan er gríðarlega kostnaðarsöm.

Það er dapurlegt að réttlæti á Íslandi virðist bara fyrir þá sem hafa efni á því að berjast fyrir því eða eru tilbúnir að fórna miklu.“ “

Á þessu ári leituðu þau svo til ríkislögmanns, sem hafnaði erindi þeirra í maí. Var Ásthildi svo í kjölfarið neitað um gögn málsins, svo sem umsögn sem ríkislögmaður hafði aflað frá dómsmálaráðuneyti og sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

„Það kom okkur vægast sagt á óvart. Við teljum engan vafa leika á því að við eigum rétt á að fá þessi skjöl afhent, enda fjalla þau eingöngu um okkar mál og snerta enga aðra.

Kerfið bara fyrir hina efnameiri

Við kærðum ákvörðun Ríkislögmanns til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í júní, en þegar þetta er skrifað hefur nefndin ekki enn skilað úrskurði þó að fimm mánuðir séu liðnir frá kæru og þrátt fyrir ítrekanir frá lögmanni okkar.“

Ásthildur segir þetta stöðuna í dag. Aftur séu þau komin fyrir dómstól til að berjast fyrir réttindum sínum, og enn hafi Ásthildur ekki upplifað sanngirni dómstóla í sinn garð.

„„Kerfið“ er hreinlega fjandsamlegt þeim sem leita réttar síns og virðist frekar vilja halda áfram að brjóta á þeim sem reyna að sækja sjálfsögð réttindi sín, í stað þess að viðurkenna mistök. Virðingin fyrir einstaklingum sem eiga oft mikla hagsmuni undir, er engin.“

„Það er staðreynd að sýslumaður tók meðvitaða ákvörðun um að afhenda Arion banka 10,6 milljónir króna sem við hefðum átt að fá. Það fé verður aldrei endurheimt frá bankanum,“ segir Ásthildur og bætir við að nú neyðist þau hjónin til að freista þess að sækja þessa pening atil hins opinbera. Það sé ekki leiðin sem þau hefðu viljað fara, en sú eina sem þeim standi eftir til boða. Ljóst sé þó að þessir peningar hefðu komið hjónunum vel á sínum tíma. Eftir að þau höfðu misst hús sitt og þurftu að koma undir sig fótunum að nýju.

Nú fer að styttast í næstu aðalmeðferð í tengslum við þessa skuld, en mál var þingfest fyrir héraðsdómi í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump