fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Vaxandi vangaveltur um að Joe Biden hætti við framboð – Hugsanlegur arftaki hans er tilbúinn í slaginn

Eyjan
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 13:30

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurstranglegasti frambjóðandinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári er hugsanlega maður sem hefur ekki formlega lýst yfir framboði. Ein leyndardómsfyllsta kosningabarátta sögunnar fer nú fram í Bandaríkjunum.

Hún er ekki opinber en fer fram sem óvenjuleg skuggabarátta til að bjóða upp á lausn ef Joe Biden, núverandi forseti, deyr eða ákveður að hann bjóði sig ekki fram á næsta ári. Hann er orðinn 81 árs og þykir mörgum sem nú sé kominn tími til að hann dragi sig í hlé.

Vangaveltur og hvatningar um að hann dragi sig í hlé hafa færst mjög í aukana að undanförnu, ekki síst eftir að Biden sagði sjálfur að Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ráði vel við það embætti „sem ég sækist eftir“.

„Hann hefur verið helvíti góður ríkisstjóri,“ sagði Biden í móttökuathöfn Asia-Pacific Economic Cooperation í San Francisco nýlega. „Í raun getur hann gert hvað sem hann vill. Hann gæti verið í embættinu sem ég sækist eftir,“ sagði hann.

Ummæli hans hafa vakið mikla athygli vegna þess að fjölmargar skoðanakannanir sýna að kjósendur kunna ekki að meta embættisverk hans og telja hann of gamlan. Þær hafa einnig sýnt að nú, þegar tæpt ár er í kosningar, þá stefnir í að Donald Trump, sem verður væntanlega frambjóðandi repúblikana, muni sigra í fimm af sex mikilvægustu sveifluríkjunum.

Þetta hefur orðið til þess að margir málsmetandi demókratar, þar á meðal David Axelrod, fyrrum ráðgjafi Barack Obama forseta, hafa hvatt Biden til að draga sig í hlé og hleypa nýjum og yngri frambjóðanda að.

Gavin Newsom. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Þar kemur hinn 56 ára Gavin Newsom til sögunnar.

Hann heldur því sjálfur fram að hann muni ekki takast á við Biden á næsta ári um að verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins.

En fæstir velkjast í vafa um að hann er að undirbúa sig undir að vera varamaður sem getur stokkið inn með skömmum fyrirvara og tekið við ef Biden ákveður að hætta við framboð.

Að undanförnu virðist Newsom hafa bætt vel upp í skuggabaráttu sína til að taka sér stöðu sem heimsmaður sem getur komið fram á alþjóðavettvangi sem forseti.

Hann fór til Ísraels um miðjan október, tveimur vikum eftir árás Hamas, og tók sér þar stöðu í alþjóðlegri deilu þrátt fyrir að vera ríkisstjóri, ekki forseti.  Því næst hélt hann til Hong Kong og siðan í viku langa heimsókn til Kína til að þrýsta á um samstarf í loftslagsmálum. Þessi heimsókn vakti mikla athygli því mikil spenna hefur ríkt á milli Kína og Bandaríkjanna síðustu árin. En það vakti ekki minni athygli að hann hitti Xi Jinping, forseta, og Wang Yi, hæstsetta diplómata Kínverja, í Peking.

Nýlega gaf Newsom fé í kosningasjóð frambjóðanda demókrata til borgarstjóra í Charleston í Suður-Karólínu, 4.500 km frá heimili hans í Kaliforníu. Margir sérfræðingar telja þetta sýna að hann sé að taka sér stöðu sem hugsanlegur forsetaframbjóðandi sem vill láta að sér kveða innanlands.

Newsom hefur fallist á að taka þátt í kappræðum í sjónvarpi þann 30. nóvember næstkomandi. Þar mun hann mæta Rod DeSantis, ríkisstjóra í Flórída, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi repúblikana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum