fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Lífeyrissjóðirnir munu standa við bakið á Grindvíkingum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 11:07

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífeyrissjóðirnir munu vinna með sjóðsfélögum sem ekki geta staðið í skilum með afborganir lána sinna hjá sjóðunum af völdum náttúruhamfaranna á Reykjanesi og finna úrræði við hæfi hvers og eins.

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða sendi í morgun frá sér tilkynningu með hvatningu til sjóðfélaga sem ekki geta staðið í skilum með afborganir af sjóðfélagalánum vegna tekjufalls af völdum náttúruhamfara á Reykjanesi um að leita til sinna lífeyrissjóða og fá upplýsingar um þau úrræði sem þeim kunni að standa til boða.

Í tilkynningunni segir m.a.: „Lífeyrissjóðir hafa áður brugðist við efnahagslegum áföllum með því að aðstoða sjóðfélaga sína á erfiðleikatímum. Nægir að vísa til viðbragða vegna COVID-faraldursins og þar áður efnahagshrunsins.

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða sendir Grindvíkingum hlýjar kveðjur á erfiðleika- og óvissutímum. Hugur okkar er hjá þeim sem óvænt lentu í umfangsmiklum og skyndilegum erfiðleikum vegna hamfara náttúrunnar.“

Í samtali við Eyjuna segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, að hver sjóður setji sér sínar reglur varðandi aðstæður sem þessar en almenna reglan sé að reynt sé að horfa á hvert tilvik fyrir sig og finna lausn sem hentar viðkomandi. Í Covid og hruninu hafi t.d. lenging lána og greiðslufrestur verið meðal úrræða sem í boði voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði