fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Eyjan

Keyrðu út í kant Ásmundur, það er kominn nýr aksturskóngur á Alþingi – Þessir þingmenn keyra mest

Eyjan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 11:50

Myndin er kannski sannfærandi, en hún er því miður samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akstursgreiðslur þingmanna vöktu töluverða athygli fyrir nokkrum misserum þegar upp um það komst að þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, hafði þegið 23,5 milljónir í endurgreiddan aksturskostnað á tímabilinu 2013-2018. Þegar mest lét fékk hann 5,4 milljónir á einu áru, og takið eftir að á þeim tíma var vel hægt að kaupa heilan bíl og jafnvel hálfan til viðbótar á verðlaginu 2014.

Nú hafa þingmenn róað sig töluvert í akstrinum en þeir eru þó ekki alveg bensínlausir. Eyjan tók til skoðunar akstursgreiðslur þingmanna það sem af er 2023 og svo fyrir árið 2022. Rétt er að taka fram að uppgefnar tölur á althingi.is fyrir yfirstandandi ár ná aðeins fram í september.

Ásmundur hefur haldið sig á beinu brautinni, enda eyðir maður minna bensíni með því móti. Það sem af er ári hefur hann ekki náð að keyra bílaleigubíla fyrir meira en tæpar 1,4 milljónir og á seinasta ári lét hann staðar numið í 1.664.529 kr.

Hann er því ekki lengur aksturskonungur Alþingis. Titillinn er nú á herðum Vilhjálms Árnasonar úr Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur hefur ekið bílaleigubílum fyrir 1.536.180 kr það sem af er ári, en fast á hæla hans kemur Píratinn Gísli Rafn Ólafsson með 1.505.169 kr., og það á sínum eigin bíl. Enn vantar þrjá mánuði í bókhaldið svo Birgir Þórarinsson á enn séns, en hann hefur ekið fyrir 1.505.169 í ár. Æsispennandi kappakstur hér á ferðinni.

Þetta er nokkur viðsnúningur frá seinasta ári þegar hin Vinstri Græna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hneppti titilinn eftir að hafa ekið bílaleigubílum fyrir 1.897.999 kr. Hún rétt náði að verjast framsókn Þórarins Inga Péturssonar sem hafnaði í öðru sæti eftir að akstur fyrir 1.890.455 kr.

Vilhjálmur hafnaði það árið í þriðja sæti og ætlar heldur betur að gera aðra atlögu að titlinum í ár. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir úr Framsókn var svo í öðru sæti í flokki kvenna árið 2022 en hún ók fyrir 1.862.940. Hún þarf að leggja nokkuð á sig ef hún ætlar að verja annað sæti kvenna í ár, en hún hefur aðeins ekið fyrir 1.291.950 kr á meðan flokksystir hennar Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur ekið fyrir 1.321.734.

Hér að neðan má sjá yfirlit um akstursgreiðslur þingmanna á árunum 2023 og 2022. Athugið þó að ráðherrar gætu verið að fá aksturskostnað frá ráðuneytum sínum, en slíkar greiðslur koma ekki fram í yfirliti Alþingis.

Reykjavíkurkjördæmi norður 

Andrés Ingi Jónsson – Píratar

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2022 = 15.419
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 12.998

Ásmundur Einar Daðason – Framsókn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Diljá Mist Einarsdóttir – Sjálfstæðisflokkur

 • Enginn aksturskostnaður 

Guðlaugur Þór Þórðarson – Sjálfstæðisflokkur

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Halldóra Mogensen – Píratar

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi

Helga Vala Helgadóttir – Samfylkingin

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 70.890
  • 2022 =99.000

Jóhann Páll Jóhannsson – Samfylkingin

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2022 = 5.000

Katrín Jakobsdóttir – Vinstri Græn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Steinunn Þóra Árnadóttir – Vinstri græn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi

Tómas A. Tómasson – Flokkur fólksins

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2022 – 34.396

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir – Viðreisn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi

Reykjavíkurkjördæmi suður 

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir – Píratar

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir –  Sjálfstæðisflokkur

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Björn Leví Gunnarsson – Píratar

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi

Hanna Katrín Friðriksson – Viðreisn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Hildur Sverrisdóttir – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2022 = 11.070

Inga Sæland – Flokkur fólksins

 • Ferðir með bílaleigubíl 
  • 2022 = 34.398 

Kristrún Frostadóttir – Samfylkingin

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2022 = 330.143

Lilja Alfreðsdóttir – Framsókn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Orri Páll Jóhannsson – Vinstri Græn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi

Svandís Svavarsdóttir – Vinstri Græn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Suðvesturkjördæmi 

Ágúst Bjarni Garðarsson – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 202.585 
  • 2022 = 88.533
 • Ferðir með eigin bifreið
  • 2022= 12.192

Bjarni Benediktsson – Sjálfstæðisflokkur

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Bryndís Haraldsdóttir – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 133.828
  • 2022 = 134.150

Gísli Rafn Ólafsson – Píratar

 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 1.521.605
  • 2022 = 747.378

Guðmundur Ingi Guðbrandsson – Vinstri Græn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Guðmundur Ingi Kristinsson – Flokkur fólksins

 • Enginn aksturskostnaður  greiddur af Alþingi

Jón Gunnarsson – Sjálfstæðisflokkur

 • Enginn aksturkostnaður greiddur af Alþingi 

Óli Björn Kárason – Sjálfstæðisflokkur

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Sigmar Guðmundsson – Viðreisn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Willum Þór Þórsson – Framsókn

 • Enginn aksturkostnaður greiddur af Alþingi 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir – Viðreisn

 • Ferðir með bílaleigubíl
 • 2023 = 180.989
 • 2022 = 52.401

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir – Píratar

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi

Þórunn Sveinbjarnardóttir – Samfylkingin

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 44.359 

Suðurkjördæmi 

Ásmundur Friðriksson – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.369.926
  • 2022 = 1.664.528

Birgir Þórarinsson – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir með bílaleigubíl –
  • 2023 = 1.505.169
  • 2022 = 1.651.104

Guðbrandur Einarsson – Viðreisn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.155.177
  • 2022 = 1.365.475

Guðrún Hafsteinsdóttir – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 901.519
  • 2022 = 628.488

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.291.950
  • 2022 = 1.862.940

Jóhann Friðrik Friðriksson – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.189.415
  • 2022 = 1.359.569

Oddný Harðardóttir – Samfylkingin

 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 190.061

Sigurður Ingi Jóhannsson – Framsókn

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

Vilhjálmur Árnason – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 24.170
  • 2022 = 53.375
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023= 1.536.180
  • 2022 = 1.878.554

 

Norðausturkjördæmi 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.219.655
  • 2022 = 957.595
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2022 = 147.225

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir –  Vinstri Græn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.264.717
  • 2022 = 1.897.999

Ingibjörg Isaksen – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 512.499
  • 2022 = 1.344.085
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 512.499
  • 2022 = 364.717

Jakob Frímann Magnússon – Flokkur fólksins

 • Ferðir með bílaleigubíl 
  • 2023 = 40.831
  • 2022 = 73.237

Jódís Skúladóttir – Vinstri Græn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 779.597
  • 2022 = 1.257.436
 • Ferðir á eigin bifreið 
  • 2023 = 378.902
  • 2022 = 161.290

Líneik Anna Sævarsdóttir – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.000.410
  • 2022 = 1.232.958
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2022 = 61.372

Logi Einarsson – Samfylkingin

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 795.484
  • 2022 = 1.056.870

Njáll Trausti Friðbertsson – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 811.957
  • 2022 = 948.486
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 264.592 
  • 2022 = 444.911

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Miðflokkurinn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 327.246
  • 2022 = 324.900
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 78.524
  • 2022 = 58.420

Þórarinn Ingi Pétursson – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.389.600
  • 2022 = 1.890.455 

Norðvesturkjördæmi 

Bergþór Ólason – Miðflokkurinn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2022 = 92.762

Bjarni Jónsson – Vinstri Græn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.432.694
  • 2022 = 1.856.385

Eyjólfur Ármannsson – Flokkur fólksins

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 195.925 
  • 2022 = 34.398
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 211.077

Halla Signý Kristjánsdóttir – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 829.682
  • 2022 = 1.330.225
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2022 = 60.702

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.321.734
  • 2022 = 1.495.633
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2022 = 173.101

Stefán Vagn Stefánsson – Framsókn

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 1.505.701
  • 2022 = 1.480.233
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 90.240
  • 2022 = 74.930

Teitur Björn Einarsson – Sjálfstæðisflokkur

 • Ferðir með bílaleigubíl
  • 2023 = 43.95 
  • 2022 = 318.677
 • Ferðir á eigin bifreið
  • 2023 = 321.762
  • 2022 = 134.970

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – Sjálfstæðisflokkur

 • Enginn aksturskostnaður greiddur af Alþingi 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnina kolfallna og Katrínu rúna trausti – VG gæti þurrkast út í næstu kosningum

Segir stjórnina kolfallna og Katrínu rúna trausti – VG gæti þurrkast út í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Er menntun orðin aukaatriði í skólakerfinu?

Björn Jón skrifar: Er menntun orðin aukaatriði í skólakerfinu?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Yfirdráttarlán eru ekkert annað en dulin vanskil í bankakerfinu, segir umboðsmaður skuldara – bankarnir hafa lært sína lexíu

Yfirdráttarlán eru ekkert annað en dulin vanskil í bankakerfinu, segir umboðsmaður skuldara – bankarnir hafa lært sína lexíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tökum upp nýjan gjaldmiðil

Thomas Möller skrifar: Tökum upp nýjan gjaldmiðil