fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Ísland er ekkert öðru vísi en önnur lönd – við fáum alveg enska boltann í beinni, segir forstjóri Regus

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 11:00

Tómas Ragnarz, forstjóri Regus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnufyrirkomulag hér á landi og annars staðar breyttist varanlega í Covid. Í ljós kom að Ísland er í engu frábrugðið öðrum löndum og við Íslendingar gerum sömu kröfur til vinnuaðstöðu og tíðkast í öðrum löndum. Starfsfólk íslenskra fyrirtækja getur sem hægast mætt til vinnu í öðrum löndum og mun ekki láta bjóða sér að vinna við eldhúsborðið heima hjá sér. Tómas Ragnarz, forstjóri Regus á Íslandi, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Þetta mun aldrei ganga til baka. Við munum ekki sjá á næstu árum að eitthvað af þessum stóru fyrirtækjum sé að fara að auka við sig húsnæði á sama staðnum. Ef það gerist er bara eitthvert galið system í gangi. Þá er það bara einhver sem er ekki annt um peningana sína eða hluthafana. Þannig að við erum ekki að fara að sjá það gerast,“ segir Tómas.

Eru það þá bara ríkið og opinberir aðilar sem eru að fara að auka við sig húsnæði?

Þeir eru ekki heldur að fara að auka við sig húsnæði.“

En það hefur nú t.d. verð að gerast hérna í bænum.

Ég er bara að segja að það er algerlega galið ef þeir ætla ekki að fylgja þróuninni eins og hún hefur orðið alls staðar í heiminum, því það er ekki nóg hvernig vinnuumhverfið hefur breyst heldur er vinnumarkaðurinn orðinn heimurinn allur,“ segir Tómas. „Þeir sem vinna á Íslandi geta verið staðsettir hvar sem er í heiminum. Auðvitað á það ekki við allar stéttir en það á við um mjög margar stéttir.“

Hann segir fyrirtæki sem vilji laða til sín hæfileikaríkt fólk verða að bjóða því upp á dýnamískt umhverfi. „Ef fyrirtæki á Íslandi vill fá til sín góðan starfsmann erlendis frá þá er hann ekki að fara að vinna frá eldhúsborðinu heima hjá sér. Hann er að fara að vinna hjá einhverju svipuðu centre hjá Regus eða Spaces sem er nálægt hans heimahögum vegna þess að hann vill fara í vinnuna og hitta fólk. Þetta er þessi kúltúr að hitta fólk, við erum manneskjur sem viljum hitta fólk og vera innan um fólk, og ef þú vilt fá einhverja dýnamík út úr starfsmanninum setur þú hann ekki bara við eldhúsborðið í London eða Amsterdam og segir við hann: Þú átt bara að vinna hérna. Þetta er ekki þannig.“

Tómas segir Ísland í engu frábrugðið umheiminum. „Í Covidinu sjálfu létum við Gallup gera kannanir. Það var alltaf verið að segja að Ísland væri eitthvað öðruvísi, eitthvað allt annað. Regus International gerir kannanir í hverjum einasta mánuði til að fá tölfræðí um það hvernig þróunin er á markaðnum. Við gerðum sjálfir kannanir hér á Íslandi með sömu formerkjum og úti. Skekkjumörkin voru gjögur prósent. Við erum ekkert öðruvísi en heimurinn. Internetið er bara mjög virkt á Íslandi. Tengingin frá Íslandi til Evrópu er alltaf í gangi. Enski boltinn er sýndur í beinni hérna en ekki viku seinna eins og í gamla daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi