fbpx
Sunnudagur 03.desember 2023
Eyjan

Covid kenndi okkur að gera hlutina öðruvísi, segir forstjóri Regus

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 11. nóvember 2023 09:00

Tómas Ragnarz, forstjóri Regus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Covid hafði hrikaleg áhrif á skrifstofuhótelið Regus, sem var í raun eins og hótel og þurfti næstum að loka starfsemi sinni í faraldrinum. Tómas Ragnarz, forstjóri Regus, segir að Covid hafi verið dýrasti skóli sem hann hefur gengið í gegnum, en að lærdómurinn hafi verið mikill. Aldrei hefur gengið betur en núna. Tómas er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Tómas Ragnarz - 3
play-sharp-fill

Markaðurinn - Tómas Ragnarz - 3

Við fundum hrikalega fyrir Covid. Það var ekkert ósvipað hjá okkur og hótelunum. Við nánast lokuðum,“ segir Tómas. „Við gátum hvorki starfað þarna né haft opið. Okkur voru settar hömlur varðandi það hve margir gætu verið í húsnæðinu. En við fórum í gegnum þetta með okkar leigusala og ber að þakka honum fyrir það. Það var bara sest niður og sagt: Hvernig förum við í gegnum þetta? Við vissum að þetta myndi taka enda. Þetta var erfitt. Lærdómsríkt en erfitt, dýrt, ánægjulegt.“

Hann segir að það góða sem kom út úr þessu hafi verið að Covid hafi kennt okkur að hægt sé að gera hlutina öðruvísi en við höfum alltaf gert þá. „Andvökunæturnar voru margar og þetta er dýrasti skóli sem ég hef farið í gegnum en mjög lærdómsríkur í alla staði.“

Tómas segir að Covid hafi haft góð áhrif þegar upp er staðið

Það sem kom út úr þessu Covid, þótt maður hafi bölvað því þegar stóð yfir, en með hjálp góðs fólks, ég er það heppinn að ég átti góða aðila sem stóðu við hliðina á mér, bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk og góðir vinir og við komumst í gegnum þetta. Og reksturinn hefur aldrei verið eins góður og í dag. Ekki frá því að við byrjuðum, 2014. Reksturinn hefur aldrei verið jafn heilbrigður, aldrei jafn stöðugur, innkoman hefur aldrei verið jafn mikil, nýtingin aldrei jafngóð. Það góða sem kom út úr þessu er að fólk lærði að vinna öðruvísi.“

Hann segist telja að Covid hafi gert fólk að einhverju leyti frjálsara í vinnu. „Það opnaðist þarna gat sem atvinnurekendur. Meira að segja gamlir atvinnurekendur, gamlir fauskar,  sáðu að þetta var hægt. Við gátum leyft fólkinu að vinna hvar sem er. Sumir voru bara þannig að þeir sögðu: Við viljum bara fá fólkið okkar á skrifstofuna, sjá fólkið okkar vinna. Við erum búin að leysa það. Fólkið stimplar sig bara inn hjá okkur.

Þetta er búið að kenna okkur mjög margt á mjög skömmum tíma og ég held að þetta sé búið að hjálpa mörgum fyrirtækjum: Vinnan datt ekkert niður, heldur steig fólk bara inn +i aðstæðurnar, stóð upp og gerði meira ef eitthvað er.

Þetta fór frá því í febrúar 2020 að ég man eftir að á Bylgjunni í febrúar 2020 voru mannauðsstjórar að segja að fólk ætti bara að slökkva á símanum þegar það kemur heim og yfirmenn mættu ekki senda tölvupóst eftir klukkan fjögur. Þetta hefur breyst.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara
Hide picture