fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Helgi kemur styttu séra Friðriks til varnar – „Hvað með Hannes Hafstein ráðherra og Jón Sigurðsson forseta?“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. nóvember 2023 15:05

Helgi vill að stytta séra Friðriks standi áfram en mörgum finnst hún orðin óviðeigandi. Mynd/Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kemur styttunni af séra Friðriki Friðrikssyni til varnar í grein sem birtist hjá Vísi í dag. Segir hann fyrirliggjandi sönnunargögn um misgjörðir guðsmannsins rýr.

Borgarráð samþykkti samhljóða í vikunni að leita umsagna KFUM, KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja ætti styttuna „Séra Friðrik og drengurinn“ sem stendur við Lækjargötu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hafði lagt fram tillögu þess efnis að hún yrði fjarlægð.

Ástæðan hefur varla farið fram hjá neinum. Það er vitnisburður manns sem segir séra Friðrik hafa þuklað á kynfærum sínum þegar hann var tíu ára gamall í nýrri bók sagnfræðingsins Guðmundar Magnússonar um guðsmanninn sem var umsvifamikill í æskulýðsstarfi á fyrri hluta síðustu aldar.

Fleiri hafa leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks og hávær umræða hefur skapast um hvort það þurfi ekki að fjarlægja styttuna, sem stendur bæði á áberandi stað í miðborginni og sýnir séra Friðrik snerta ungan dreng.

Nafnlausar ásakanir

„Nýlega hafa verið settar fram ásakanir á hendur séranum en í nýútkominni bók er haft eftir nafnlausum heimildarmanni að sérann hafi áreitt sig kynferðislega. Talskona tiltekinna hagsmunasamtaka sté svo fram og vísaði til þess í fjölmiðlaviðtölum að samtökin hefði vitnisburð undir höndum sem hefði að geyma sambærilegar frásagnir. Þessar frásagnir eru einnig nafnlausar. Engin rannsókn hefur farið fram á þessum ásökunum svo fullnægjandi sé,“ segir Helgi Áss í greininni.

„Með öðrum orðum, fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir sérans eru rýr. Hins vegar er ekki útilokað að ný gögn kunni að koma fram sem varpað geta skýrara ljósi á málið.“

Stytta Churchill í hættu

Helgi óttast það að borgarráð sé að feta inn á þær brautir að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til fjarlægja styttur úr borgarlandinu.

„Spyrja þarf því, hvaða styttu á hugsanlega að fjarlægja næst? Var sem dæmi, Ingólfur Arnarson, landnemi, með hreinan skjöld? Hvað með Hannes Hafstein ráðherra og Jón Sigurðsson forseta?“ spyr Helgi. „Með öðrum orðum, hvar endar þráin til að vaka yfir (e. woke) sögulegu óréttlæti?“

Nefnir hann að það hafi verið vegna „woke-æðisins“ úti í heimi sem komið hafi kröfur um að stytta af Winston Churchill yrði fjarlægð úr London.

„Þróun af þessu tagi þykir mér varhugaverð. Ég er á móti henni og er sú afstaða mín í samræmi við grunngildi borgaralegrar stjórnmálastefnu,“ segir Helgi að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn