fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Afmæli öldungs

Svarthöfði
Föstudaginn 3. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldan hefur verið jafnríkt tilefni til að flagga og um þessar mundir því sjálft Morgunblaðið varð 110 ára í vikunni – og er þá átt við að flagga í heila stöng.

Það segir sig sjálft að það er ekki á á hverjum degi sem innlendur einkarekinn miðill nær svo háum aldri eins og árar í rekstrarumhverfi þeirra. Flestir þeirra bera beinin áður en táningsaldri er náð, með örfáum undantekningum.

Til að gæta allrar sanngirni hefur ríkiskassinn reyndar stutt dyggilega við reksturinn umfram rekstur annarra fjölmiðla og gengist fyrir niðurfellingu skulda á þessari öld sem nemur 9,7 milljörðum króna á núvirði, eins og fram kemur í nýútkominni bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar fjölmiðlamanns og rithöfundar. Svarthöfða finnst þeim peningum hafa verið vel varið og hefði þeim annars verið sólundað í einhverja vitleysu.

En í tilefni afmælis síns hefur í afmælisbarnið fjallað um sjálft sig ítarlega og dregið fram hversu mikilvægu hlutverki það hefur gegnt og gegnir enn og endurspeglað tíðarandann öll árin 110. Og í blaði dagsins í dag eru myndir af afmælisbarninu í ýmsum hlutverkum og þeim sem því stjórna. Það yljaði Svarthöfða um hjartarætur að meðal annars er þar mynd af ritstjórum og öðrum yfirmönnum í heimsókn á Bessastöðum hjá forsetanum. Það var fallega gert af forsetanum að bjóða fulltrúum afmælisbarnsins til samsætis í forsetabústaðnum.

Reyndar er það vonum seinna að Davíð Oddsson, annar ritstjóra blaðsins, komist þangað. Í fersku minni Svarthöfða er þegar hann vildi verða forseti árið 2016 og flytja lögheimili sitt á Bessastaði en hlaut ekki brautargengi og hafnaði í 4. sæti, næst á undan Sturlu Jónssyni, bifreiðastjóra. Það var ómaklegt og afmælissamsætið nær varla að bæta fyrir þau ósköp.

En myndin lýsir líka því að Morgunblaðið leggur sig fram um að endurspegla tíðaranda vorra tíma. Sést það best á því hverja blaðið sendi til að heimsækja forsetann. Sannkallað þversnið samfélagsins árið 2023. Morgunblaðið er því ungt í anda þótt aldurinn sé sannarlega nokkuð hár. Líklega má sama segja um fyrrverandi forsetaframbjóðandann og núverandi ritstjóra blaðsins. Hann er alla vega ekki jafngamall blaðinu, þó ekki muni þar miklu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?