fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir sægreifana?

Svarthöfði
Mánudaginn 16. október 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að félagsskapur útgerðarmanna stendur nú fyrir fundaherferð um landið. Víða verður komið, meira að segja á Egilsstöðum, en Svarthöfða rekur ekki minni til að þaðan sé stunduð útgerð, enda nokkuð umhendis. Fundirnir eru undir fyrirsögninni; „Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig?“

Svarthöfði játar að hafa verið hugsi frá því að bera tók á auglýsingum um þessa herferð. Vissulega blasir við að soðningin er á borðum Svarthöfða vegna þess að fiskurinn er úr sjó dreginn. Hún er reyndar dýru verði keypt og óþægilega oft þarf að réttlæta fiskmeti í matinn með hollustu en ekki verði.

Það er þó önnur spurning sem kveiknað hefur við þessar hugrenningar Svarthöfða: Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir sægreifana? Miklu einfaldara er að svara því. Sjávarútvegurinn hefur til dæmis gert þeim kleift að hasla sér völl í rekstri alls óskyldum sjó og vinnslu. Heildverslun, millilandaflutningum, smásölu, olíuviðskiptum, framleiðslu fóðurs, mjólkurvöruframleiðslu, fjölmiðlarekstri, brauðgerð, kexframleiðslu tryggingastarfsemi og svo má lengi telja. Sumir segja jafnvel að sægreifarnir hafi tögl og hagldir í stjórnmálum. Það þykir Svarthöfða ofmælt.

Hins vegar lærði Svarthöfði ungur að ekki væri vit í að hafa öll eggin í sömu körfu, og þótt honum hafi ef til vill ekki tekist til fulls að fara að því heilræði sjálfur, fagnar hann því þegar öðrum tekst það. Það má jafnvel halda því fram að þessum óskylda rekstri sé best borgið í höndum sægreifana.

Allt tekst þeim þetta því íslensk stjórnvöld hafa haft vit á því, fyrir hönd þjóðarinnar, að vera ekki að krefjast leigu fyrir aðgang að hinni sameiginlegu auðlind – fiskimiðunum við Ísland. Enda gefur það auga leið að innheimta leigu myndi stórlega draga úr hagnaði af veiðum og vinnslu. Fyrir nú utan það að stjórnvöld myndu bara sólunda því fé sem þannig fengist í tóma vitleysu á borð við velferðarkerfi, skólakerfi, heilbrigðismál og fleira því um líkt.

Nær væri fyrir stjórnvöld að beita sér fyrir sambærilegu fyrirkomulagi þar sem einn hagnýtir eign annarra, og banna að leiga fyrir afnotin sé innheimt. Þannig mynd hagur þúsunda fyrirtækja vænkast stórlega sem og tugþúsunda þeirra sem eru á leigumarkaði svo dæmi sé tekið.

Íslensk stjórnvöld hafa oft barið sér á brjóst á alþjóðavettvangi fyrir hversu vel til hefur tekist við fiskveiðistjórnun, en þetta atriði í þeirri heildarmynd hefur gleymst í því sambandi.

Því leggur Svarthöfði til að í stað þess að funda um allar grundir hérlendis, væri þjóðráð að efna til alheimsfundaherferðar og þá undir fyrirsögninni; Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir sægreifana?

Það væri til þess fallið að auka enn á hróður landsins út fyrir landsteinana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?