fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Inga Sigrún skrifar: Við þurfum fleiri Þorgríma

Eyjan
Föstudaginn 13. október 2023 17:21

Inga Sigrún Atladóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist á Vísi viðtal við rithöfundinn Þorgrím Þráinsson þar sem hann kallar eftir þjóðarátaki gegn vanlíðan barna. Þorgrímur setur fram nokkrar staðreyndir úr rannsóknum sem sýna að líðan margra barna er slæm og að næstum helmingur unglinga telja geðheilsu sína ekki nægjanlega góða.

Þorgrímur hefur lag á að setja hugmyndir sínar fram þannig að fólk hlustar, það eru ekki allir sammála áherslum hans en hann hefur sýnt að hann getur haft áhrif, hann getur breytt hugsun fólks og þjappað fólki saman um ákveðinn málstað. Síðustu ár hefur Þorgrímur ferðast um landið og haldið fyrirlestra í skólum þar sem hann ræðir við börn um; að trúa á sjálfan sig, láta drauma sína rætast, þjálfa með sér andstöðu við margskonar áhrif í umhverfinu og gefast ekki upp þó á móti blási. Flestir ættu að vera sammála um að það er mikilvægt fyrir börn að heyra boðskap Þorgríms og slíkur boðskapur hlýtur að vera til góðs.

Ég er ein af þeim sem hef áhyggjur af líðan barna, ég hef áhyggjur sem foreldri, ég hef áhyggjur sem kennari og sem áhugamanneskja um velferð fólks almennt. Ég deili áhyggjum Þorgríms og reynsla mín síðustu 30 árin hefur sannfært mig um að þetta er raunverulegt vandamál.

Ég ber virðingu fyrir Þorgrími og er sammála honum þó ég greinir aðstæður á annan hátt en hann gerir. Ég er til dæmis algerlega ósammála því að foreldrar nenni ekki að ala upp börn sín og að skólinn sé að gera allt sem í sínu valdi stendur til að bæta líðan barna.  Á síðustu 30 árum hef ég upplifað miklar breytingar á foreldrahlutverkinu svo og breytingar í áherslum skólans. Ungir foreldrar í dag sinna börnum sínum margfalt betur en hinir eldri gerðu, afleiðing betra uppeldis er að börn eru meðvitaðri um sjálfan sig og umhverfi sitt, þau velta meira fyrir sér samskiptum og líðan og eiga í foreldrum sínum bæði aðdáendur og stuðningsmenn sem styður börnin á hvern þann hátt sem þau trúa að sé barninu fyrir bestu. Auðvitað á þetta ekki við um alla foreldra en í stórum dráttum upplifi ég breytingar á þennan hátt. Að sama skapi er skólakerfið breyst mjög mikið, kennarar og starfsmenn skóla er mun meðvitaðra um líðan barna, greinir betur einelti og andfélagslega hegðun er meðvitaðri um áhrif ólíkra hluta á börn og reyna að skapa þeim rými til að láta sérstaka hæfileika sína þroskast. Nútíma skólakerfi reynir að bregðast við kröfum samfélagsins, kröfum foreldra, kröfum skólayfirvalda og kröfum barnanna sjálfra, stundum tekst það vel og stundum illa.

Þó bæði foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um mikilvægi góðrar heilsu og nærandi samskipta skortir þeim tæki og aðstöðu til að breyta aðstæðum fyrir börnin. Hugmyndir sem byggt er á til að vinna með andfélagslega hegðun, geðheilsu og slæma líðan er afsprengi fyrri tíma þar sem áherslan er lögð á forræðishyggju, hegðun einstaklinga og samfélagsleg gildi í stað þess að horfa á börn í stærra samhengi síbreytilegs samfélags og hlusta á raddir þeirra.

Í Þorgrími Þráinssyni birtist maður sem virkilega tekur alvarlega þá staðreynd að börnunum okkar líður ekki nógu vel, margir deila áhyggjum hans og telja líkt og Þorgrímur að löngu sé kominn tími til að hefja þjóðarátak gegn vanlíðan barna. Í því átaki getum við þó ekki reitt okkur á einfaldar lausnir eða leitað af sökudólgum heldur þurfum við að sjá að líf barna og samskipti eru jafn flókin og líf og samskipti fullorðinna. Við þurfum fleiri sjónarmið. fleiri skoðanir, fleiri rannsóknir og fleiri sjónarhorn sem síðan geta leitt til þess að við finnum góða lausn.  Í þeirri vegferð þurfum marga og ólíka Þorgríma sem brenna fyrir málstaðnum og hafa kjark til að viðra skoðanir sínar, þrátt fyrir að einhver geti verið þeim ósammála.

Inga Sigrún Atladóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?