fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Dagur gefur ekkert eftir – Segir einkabílaumferð ekki vera lausnina

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 13:00

Myndin er samsett. Mynd af umferð:Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík birti fyrir stundu færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar hann þeim fullum hálsi sem hafa gagnrýnt hann, sum hver harðlega, fyrir að hafa í störfum sínum staðið fyrir því að þrengja að umferð einkabíla í Reykjavík. Hann segir þá ofuráherslu sem lögð hafi verið á umferð einkabíla í borginni, síðan um miðja 20. öld, ekki vera lausn til framtíðar fyrir Reykjavík og raunar höfuðborgarsvæðið allt:

„Fjölmargir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eytt umtalsverðum tíma í bílaröðum undanfarna morgna. Ástandið er að sönnu verst um mánaðarmótin ágúst-september á hverju ári þegar skólarnir og vinnustaðirnir fara á fullt eftir sumarfrí. Svo lagast hún aðeins en ekki meira en það. Þessi staða er bein afleiðing skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð og áherslna sem voru lengst af ofan á á höfuðborgarsvæðinu, allt frá 1960 eða svo.“

Hann segir greiningar hafa sýnt fram á að það sé einfaldlega rangt að lausnin á umferðarvandanum sé að halda þessari stefnu áfram:

„Háværir hópar og einhverjir úr hópi eldri kynslóðar sérfræðinga sem lærðu um það leyti sem þessi stefna var ofan á trúa ennþá á að lausnin á þessu sé að halda þessari gömlu stefnu áfram. Það er því miður rangt. Ítarlegar greiningar og sameiginleg stefnumótun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem bar saman valkosti fyrir framtíðarvöxt höfuðborgarssvæðisins sýndi afgerandi fram á að lausnin nú og til framtíðar felst í betra og þéttara skipulagi með hverfum þar sem hægt er að sækja nærþjónustu, fleiri og betri valkostum í samgöngum með áherslu á betri aðstæður gangandi og hjólandi.“

„Síðast en ekki síst stóreflingu almenningssamgangna, með fjárfestingu í nýju hraðvagnakerfi, Borgarlínu, sem fengi forgang í umferðinni. Annars gengur umferðin ekki upp og óbreytt stefna þar sem fjölgun íbúa fylgdi fjölgun bílferða í sama hlutfalli og áður myndi þýða enn fleiri meiri umferðartafir. Ekki síst fyrir þá sem eru í bíl.“

Segir svarað með dylgjum

Dagur segir að þessum greiningum og staðreyndum sé ótrúlega sjaldan svarað með rökum:

„Heldur dylgjum um einkabílahatur og ég veit ekki hvað.“

Hann segir það fjarri sanni og hér gildi að hugsa í lausnum og taka mið af því sem vitað er:

„Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa skýra framtíðarsýn um skipulagsmál, samgöngumál og þróun höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir þess vegna miklu máli að ramma slíka sýn ekki aðeins inn með orðum heldur samkomulagi til langs tíma þar sem fjárfestingar fylgja slíkri sýn og alvöru lausnum eftir. Samgöngusáttmálinn snerist um þetta. Og hann snýst um þetta. Hann er samningur sem á að halda til langs tíma- hvað sem mismunandi ríkisstjórnum líður eða meirihlutum í sveitarstjórnum líður.“

Þarna er Dagur líklega að bregðast við þeim orðum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem sagði í samtali við RÚV að fjárhagslegar forsendur til að fara í ýmis verkefni samkvæmt samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu væru ekki lengur til staðar.

Verið er að vinna að uppfærslu á samgöngusáttmálanum sem reiknað er með að verði tilbúin í nóvember. Dagur andmælir ekki slíkri uppfærslu þótt hann sé sannfærður um gildi sáttmálans:

„Ég hef djúpa sannfæringu um mikilvægi samgöngusáttmálans og þeirrar skýru langtímasýnar sem að baki býr. Það er jafnframt algjörlega eðlilegt að uppfæra hann – líkt og nú er verið að gera.“

Dagur áréttar að lokum að hann sé sannfærður um að þau sem ætli sér að nota einkabíl sem sinn helsta samgöngumáta og þau sem brenni fyrir betri almenningssamgöngum og innviðum fyrir hjólandi og gangandi eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta af því að þær fjárfestingar sem stefnt er að í samgönguinnviðum gangi eftir:

„Við fáum betur skipulagt höfuðborgarsvæði, áhugaverðari og öruggari hverfi, meiri lífsgæði, loftgæði og betri þróun í loftslagsmálum einnig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember