fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Hanna Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn gæti notað hvalveiðibannið sem tylliástæðu til að sprengja ríkisstjórnina

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir mikil átök vera í gangi innan ríkisstjórnarinnar og ekki sé allt sem sýnist í þeim efnum. Hún segir Svandísi Svavarsdóttur halda á fjöreggi ríkisstjórnarinnar.

Hanna Katrín er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni þessa vikuna.

Markaðurinn - Hanna Katrín Friðriksson 3
play-sharp-fill

Markaðurinn - Hanna Katrín Friðriksson 3

Hanna Katrín telur að Svandís muni þurfa að bakka með hvalveiðibannið sem hún setti á með örskömmum fyrirvara í júní, en það segi hins vegar ekki alla söguna. Hún sé með ás uppi í erminni, sem sé vinna nefndarinnar um auðlindina okkar.

Svandís hafi nefnilega boðað breytingar í fiskveiðistjórninni og það geti jafnvel þýtt að hvalveiðibannið geti orðið banabiti ríkisstjórnarinnar. Ekki vegna þess að það sé svo stórt mál en vel kunni að fara svo að Sjálfstæðisflokkurinn noti hvalveiðibannið sem tylliástæðu til að rjúfa stjórnarsamstarfið vegna þess að það líti betur út en að flokkurinn stilli sér upp sem eini flokkurinn sem standi gegn því að afrakstrinum af auðlindinni verði deilt á sanngjarnari hátt en nú er.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Hide picture