fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Segir húsaleigumarkaðinn vera eins og villta vestrið – stjórnvöld hafi svikið öll loforð sem þau gáfu í tengslum við lífskjarasamningana

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 14:00

Ragnar Þór Ingólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir atvinnulífið hafa staðið við sitt í sambandi við lífskjarasamningana, staðið við þær launahækkanir sem samið var um, verkalýðshreyfingin hafi staðið við sitt en ríkið hafi vanefnt öll sín loforð.

Ragnar Þór er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Ragnar Þór Ingólfsson - Klippa 6
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ragnar Þór Ingólfsson - Klippa 6

Ragnar Þór segir verkalýðshreyfinguna ekki geta sótt kostnaðarhækkanir sem dunið hafa á fólki annars staðar en í kjarasamningum.

Fólk á leigumarkaði sé á verðtryggðum leigusamningum og fái á 12 mánaða fresti hækkanir upp á tugi þúsundir króna.

„Inni í þessu átti að vera endurskoðun á húsaleigulögum sem hefur alls ekki farið fram. það er eitthvað í gangi núna sem beinlínis skerðir réttindi leigjenda,“ segir Ragnar Þór.

„Það er bjánaleg hugsun að leyfa bönkunum að níðast á fólki. Ákveðin leigufélög eru sek um það sama, ekki öll en sum. Framkoman er til skammar.“

Ragnar segir að á húsaleigumarkaði hér á landi ríki villta vestrið. Hann segir verkalýðshreyfinguna eiga þá kosti að sækja kjarabætur í gegnum kjarasamninga eða löggjafann. Ef allt þurfi að sækja til atvinnulífsins muni fara illa og því þurfi stjórnvöld og löggjafinn að gera sitt.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Hide picture