fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Segir Bjarna Ben bíða eftir kraftaverki sem óvarlegt sé að treysta á

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 11:00

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson vonast eftir því að kraftaverk bjargi fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og reynir því allt sem hann getur til að halda andvana ríkisstjórnarsamstarfi gangandi út kjörtímabilið, skrifar Ólafur Arnarson í Dagfarapistli á Hringbraut.

Ólafur segir Bjarna hafa komið þeim skilaboðum á framfæri við félaga sína í fremstu forystu Sjálfstæðisflokksins að róa sig í gagnrýni á ríkisstjórnarsamstarfið, mikilvægt sé að samstarfið haldi áfram sem lengst út kjörtímabilið og staðan verði betri þegar takist að ná niður verðbólgu og vöxtum. Þá sé von til þess að stöðva stórsókn Samfylkingarinnar og reka hana í vörn.

Ólafur spáir því að Bjarna verði ekki að ósk sinni um lága vexti á kjörtímabilinu vegna þess að ekkert bendi til þess að Seðlabankinn verði jafn sprækur í vaxtalækkunum og hann hefur verið í að hækka vexti.

Þá telur Ólafur að jafnvel þótt verðbólga og vextir lækki sé fjöldi annarra mála sem grafi undan trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og fylgi stjórnarflokkanna og nefnir m.a. eftirfarandi dæmi:

  • Íslandsbankasalan, sem þyki dæmigerð fyrir stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, lausatök og sukk.
  • Lindarhvolsmálið sem sé með sóðalegri sukkmálum seinni ára hér á landi.
  • Stöðvun Svandísar Svavarsdóttur á hvalveiðum, sem væntanlega sé ólögmæt og valdi klofningi í ríkisstjórninni.
  • Stöðvun virkjanaframkvæmda í Þjórsá.
  • Alla samstöðu skorti um stefnumörkun í málefnum flóttamanna og hælisleitenda.
  • Þrátt fyrir stór orð ráðamanna svíki Íslendingar loforð sín á sviði loftslagsmála.
  • Stöðugur fjárlagahalli á langri vakt Bjarna sjálfs í fjármálaráðuneytinu.
  • Stjórnlaus útþensla ríkisbáknsins og fjölgun ríkisstarfsmanna.

Ólafur telur litlar líkur á að kraftaverk komi ríkisstjórnarflokkunum til bjargar í næstu kosningum.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025