fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Þjóðverjar reyndu að skella á okkur þreföldu Icesave í vor – jafngildi hryðjuverkalaganna segir forstjóri Landsvirkjunar

Eyjan
Laugardaginn 15. júlí 2023 09:00

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bann þýskra stjórnvalda á íslenskum upprunaábyrgðum fyrir græna orku er á pari við hryðjuverkalöggjöf Breta gegn Íslandi í hruninu og efnahagslegu áhrifin hefðu orðið tvöfalt til þrefalt meiri en Icesave. Þetta kemur fram hjá Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Sú aðgerð þýskra stjórnvalda að banna upprunaábyrgðir fyrir íslenska orku nú í vor var gríðarlega harkaleg og ósanngjörn gagnvart litlu ríki sem uppfyllir allar sömu kröfur og önnur Evrópuríki, að sögn Harðar.

Markadurinn: Hördur Arnarson - Klippa 5
play-sharp-fill

Markadurinn: Hördur Arnarson - Klippa 5

Þjóðverjar afturkölluðu bannið tímabundið eftir myndarlegt inngrip íslenskra stjórnvalda þar sem bæði umhverfisráðherra og utanríkisráðherra beittu sér, að sögn Harðar. Hann vonast til að málið verði endanlega úr sögunni nú í haust og segir enga innistæðu fyrir aðgerðum Þjóðverja sem hafi verið einstaklega fjandsamlegar í garð Íslands.

Til að setja hlutina í samhengi bendir Hörður á að efnahagsleg áhrif af þessari aðgerð þýskra stjórnvalda yrðu tvöföld til þreföld þau sem orðið hefðu af Icesave ef Ísland hefði þurft að bera þann kostnað óbættan.

Hörður segir upprunaábyrgðakerfið í Evrópu vera mjög gott, það stuðli að því að orkuframleiðsla og -notkun færist yfir í endurnýjanlega orku og styðji því við orkuskiptin.

Sala upprunaábyrgða grænnar orku skilar 20 milljörðum inn í íslenska hagkerfið á hverju ári og án þeirra væri raforkuverð til íslenskra heimila hærra en ella vegna þess að afrakstur sölu upprunaábyrgða nýtist í raun til að niðurgreiða orkuverð til íslenskra heimila á löglegan hátt, en Landsvirkjun, sem markaðsráðandi fyrirtæki, er óheimilt að selja orku undir kostnaðarverði.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Hide picture