fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

„Nú má fólk nýta kynfrumur og fósturvísa eftir andlát og skilnað ef það er sammála um það“

Eyjan
Föstudaginn 9. júní 2023 15:43

Hildur Sverrisdóttir fagnaði lyktum málsins ásamt syni sínum á Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknifrjóvgunarfrumvarp sem hefur verið lengi í vinnslu á Alþingi var samþykkt nú fyrir stundu og er orðið að lögum. Meðal breytinga sem að eru komin í lög eru þær að nú má fólk nýta kynfrumur og fósturvísa eftir andlát eða skilnað ef fyrir liggur samþykki beggja aðila. Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur lengi barist fyrir því að lög um tæknifrjóvganir verði uppfærð á Alþingi og hún fagnaði samþykkt lagafrumvarpsins með táknrænum hætti á Alþingi í dag. Þangað mætti hún með nýfæddan son sinn sem hún eignaðist ásamt manni sínum með hjálp tæknifrjóvgunar en þingkonan er um þessar mundir í fæðingarorlofi.

„Við litli kíktum niður á þing og urðum vitni að því að þetta baráttumál mitt var samþykkt í frumvarpi heilbrigðisráðherra. Það er því nú loksins komið í lög að fólk megi nýta kynfrumur og fósturvísa eftir andlát og skilnað ef það er sammála um það. Ég er sérlega glöð með að það hafi náðst í gegn að vond krafa sem ég gerði veður út af um daginn um að kona verði að vera einhleyp var felld út. Ég hefði viljað ganga lengra og leyfa heimildinni að ná einnig yfir karlmenn, fella einfaldlega út kröfu um sambúðarform og leyfa gjöf fósturvísa – en sú barátta bíður haustsins. Þangað til fagna ég einlægt þeirri fallegu sumargjöf að fá þessi skref þó samþykkt í þágu frelsis, virðingar og sjálfsákvörðunarrétt fólks til að búa til lítið líf,“ skrifar Hildur á Facebook-síðu sína og gleðjast fjölmargir með þingkonunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta