fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Miklar annir og mannekla í fjármálaráðuneytinu

Eyjan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 13:30

Fjármála- og efnhagsráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðuneytið virðist vera í stökustu vandræðum með að taka saman upplýsingar um lögfræðikostnað þess og Lindarhvols. Borið er við miklum önnum og orlofi.

Blaðamaður Eyjunnar óskaði eftir því við stjórn Lindarhvols ehf. og fjármálaráðuneytið þann 14. apríl síðastliðinn að fá afhenta alla reikninga sem Lindarhvoll hefur móttekið og greitt fyrir lögfræðiþjónustu frá 1. janúar 2018 fram til dagsins í dag. Sérstaklega var tekið fram að óskað væri eftir því að engar upplýsingar á reikningunum yrðu afmáðar.

Erindið var sent til Esther Finnbogadóttur, sem er starfsmaður fjármálaráðuneytisins og eini stjórnarmaður Lindarhvols, og afrit á Guðmund Árnason, ráðuneytisstjóra.

Þá var einnig óskað eftir yfirliti yfir lögfræðikostnað Lindarhvols og ráðuneytisins sem fallið hefur til vegna dómsmáls Frigusar út af sölunni á Klakka sem nú hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Þann 19. apríl barst svar frá Esther þess efnis að beiðni væri móttekin og vænta mætti svars í kringum mánaðamótin apríl/maí.

Næst barst svar 3. maí um að ekki hefði verið unnt að ljúka afgreiðslu á erindinu en vænta mætti svars í vikunni á eftir, þ.e. í síðustu viku.

Föstudaginn 12. maí barst svo þriðja svarið. Í því kom fram að vegna anna við önnur brýn verkefni og orlofs hafi ekki verið unnt að ljúka afgreiðslu á erindinu en gera megi ráð fyrir því að svar berist fyrir lok maí.

Þannig virðast miklar annir og mannekla standa í vegi fyrir því að fjármálaráðuneytið geti afgreitt upplýsingabeiðnir vel og tímanlega. Á heimasíðu ráðuneytisins eru skráð netföng 106 starfsmanna. Ekki kemur fram hvort allir eru í fullu starfi eða hve margir eru nú í orlofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist