fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. mars 2023 15:57

Kristján Baldursson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel,segir Kristján Baldursson, fasteignasali og einn eigenda fasteignasölunnar Trausta í skoðanagrein á Vísi.

Bendir Kristján á að alltaf séu uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Kristján bendir einnig á að skortur á húsnæði er ekki nútímavandamál, heldur eitthvað sem fylgt hefur stækkun borga og bæja. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr, segir Kristján og telur að hægt væri að gera hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti.

Hugsa þarf fram í tímann og einfalda ferlið

Kristján segir að hugsa þurfi aðeins fram í tímann, byggja meira og einfalda ferlið. Segir hann skipulag og reglugerðafrumskóg vera flókinn, erfiðan og óþarfan og það sé löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda ferlið svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar þess þarf. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda.

Bubbi byggir en aldrei nóg

Sjálfum finnst Kristjáni að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ?“ segir Kristján og bendir á að lausnin virðist einföld:  

Að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess,“ segir Kristján og segir að byggja þurfi ný hverfi með sterkum innviðum.

Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki