fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Ríkissáttasemjari afar ósáttur við Stefán og ýjar að lögbroti

Eyjan
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar, sakar Stefán Ólafsson, sérfræðing hjá Eflingu, um trúnaðarbrot og jafnvel lögbrot, vegna framgöngu Stefáns á Facebook í dag, en þar tjáði hann sig fjálglega um innihald sáttafundar deiluaðila í gærkvöld. Ástráður hafði gefið út þau fyrirmæli að innihald fundarins mætti ekki ræða opinberlega og hafa bæði framkvæmdastjóri SA og formaður Eflingar hafnað viðtölum um málið.

Frá þessu er greint á Bylgjunni og Vísi í dag. Stefán sagði í Facebook-færslu í dag að aðeins hefði borið þúsundkalli á milli deiluaðila. Ástráður segir þetta rangt. Skrif Stefáns voru eftirfarandi:

AURASÁLIN

Í gærkvöld varði samninganefnd Eflingar hátt í 5 klst. í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svokallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA.

Biðin var árangurslaus.

Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks – og það án árangurs!

Aurasálin er vissulega verðugt rannsóknarefni fyrir sálfræðinga!

„Þetta bara má ekki gerast“

Ástráður var harðorður í viðtali við Bylgjuna um málið: „Ég hafði beðið aðilana sérstaklega um að vera ekki að tjá sig opinberlega eða veita viðtöl vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem uppi er í deilunni. Í öðru lagi þá er það svo að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er beinlínis óheimilt að greina opinberlega frá eða bera vitni um það sem kann að hafa komið fram á samningafundum, nema með heimild gagnaðilans, með samþykki beggja samningaðila,“ segir Ástráður í viðtali við Bylgjuna, en samkvæmt þessu er athæfi Stefáns ólöglegt.

Ástráður segir jafnframt að það sem sé kannski verst í málinu sé það að frásögn Stefáns sé ekki rétt:

„Svo er það í þriðja lagi, sem er kannski verst, að þessi frásögn Stefáns Ólafssonar er einfaldlega ekki rétt.“ – Var þá Ástráður spurður hvort munaði meiru en þessum þúsundkalli sem Stefán nefnir og svaraði Ástráður:

„Það er bara þannig að samhengi hlutanna er miklu flóknara heldur en að hægt sé að taka út einhvern einn þátt og segja „það munar akkúrat þessu“. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman. En ég ætla ekki að gera það sama og Stefán að fara að bera hér einhver vitni um það sem gerist á samningafundum. Þetta bara má ekki gerast og þetta er vís vegur til að hleypa þessari deilu endanlega út af teinunum ef menn  ætla að fara þessa leið.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“