fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Sveitarfélögin þurfa að skera mikið niður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 09:00

Heiða Björg Hilmisdóttir, er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrri hluta ársins var hallinn á rekstri sex stærstu sveitarfélaga landsins þrettán milljarðar. Ef ekki á illa að fara verður að grípa til niðurskurðar og skerðingar á þjónustu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að afkoma stærstu sveitarfélaganna það sem af er ári sé verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Mest munar þar um hallarekstur borgarinnar en rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um tæplega níu milljarða.

Að mati stjórnenda er verðbólgan meginskýringin á slæmri afkomu sveitarfélaganna. Einnig hefur launakostnaður hækkað og stöðugildum fjölgað vegna aukinn krafna í málaflokki fatlaðra.

Ef ekkert breytist verða mörg sveitarfélög að grípa til róttækra aðgerða og niðurskurðar.

Fréttablaðið hefur eftir Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, að þungt hljóð sé í sveitarstjórnarfólki um allt land vegna stöðunnar. „Þessi niðurstaða segir okkur að við höfum ekki mikinn tíma til stefnu. Við þurfum að setjast niður með ríkinu og ákveða hvernig við ætlum að tryggja nauðsynlega þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita lögum samkvæmt,“ sagði hún.

Hún sagðist telja að tími stöðugreininga sé liðinn. „Við vitum öll að framlög ríkisins til mikilvægra málaflokka, eins og þjónustu við fatlað fólk, duga ekki fyrir raunkostnaði. Það er búið að kortleggja þá stöðu og við vitum öll hvert vandamálið er. Nú þurfum við að fylgja því eftir og leysa þetta saman,“ sagði hún.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“