fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Hörn til liðs við Transition Labs

Eyjan
Miðvikudaginn 14. september 2022 10:58

Hörn Halldóru- og Heiðarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörn Halldóru- og Heiðarsdóttir er gengin til liðs við Transition Labs þar sem hún mun gegna stöðu verkefnastjóra.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Hörn hefur fengist við ýmis verkefni tengd loftslagsmálum undanfarin ár, nú síðast sem ráðgjafi hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem hún vann að gerð nýs gagnagrunns með losun gróðurhúsalofttegunda frá matvælakerfum heimsins. Þar áður var hún framkvæmdastjóri Earth 2.0 og rekstrarstjóri vöruþróunar hjá Marel. Þá hefur Hörn starfað á sumrin sem landvörður á hálendi Íslands. Hörn er stofnandi og framkvæmdastjóri Yljar, fyrirtækis sem vinnur að byggingu hátæknigróðurhúss sem nýtir glatvarma og koltvísýring beint frá jarðvarmavirkjun.

Hörn er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá sama skóla.

Hún hefur sérstakan áhuga á umhverfis- og loftslagsmálum og er hluti af Food Climate Partnership, alþjóðlegu teymi sérfræðinga sem rannsakar samspil loftslagsbreytinga og matvælakerfisins og vinnur að aðgerðum þar að lútandi.

„Við erum afar ánægð með að fá Hörn til liðs við okkur. Hún býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu sem nýtist okkur við að efla grænan iðnað á Íslandi og hraða þróun og uppbyggingu alþjóðlegra umhverfislausna,” er haft eftir Kjartani Erni Ólafssyni, framkvæmdastjóri Transition Labs.

Hörn Halldóru- og Heiðarsdóttir:

„Ég er virkilega spennt að fá að starfa við málefni sem ég brenn fyrir ásamt öflugu teymi fólks. Transition Labs ætlar að gera Ísland að leiðandi afli í loftslagsmálum og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í þeirri flóknu og mikilvægu áskorun sem loftslagsbaráttan er.”

Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs:
„Við erum afar ánægð með að fá Hörn til liðs við okkur. Hún býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu sem nýtist okkur við að efla grænan iðnað á Íslandi og hraða þróun og uppbyggingu alþjóðlegra umhverfislausna.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna