fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Eyjan

Ragnar segir að markaðir á Íslandi séu ekki frjálsir heldur eitraðir af fákeppni

Eyjan
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 18:15

Ragnar Önundarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, segir að afskiptaleysisstefna tryggi engan veginn frjálsa samkeppni á markaði. Markaður þurfi strangt aðhald til að tryggja frjálsa samkeppni. Hann bendir jafnframt á að menn gati misfarið með annarra fé án þess að um skattfé sé að ræða.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars í Morgunblaðinu í dag.

Ragnar lítur yfir sviðið í efnahagsmálum núna og segir að bólumyndun sem orðið hafi á fasteignamarkaði sé í raun svikamylla. Hvetur hann til þess að brugðist verði við framboðsskorti á húsnæði með kaupum á viðlagasjóðshúsum líkt og gert var eftir Vestmannaeyjagosið á áttunda áratugnum:

„Í sam­drætti drag­ast tekj­ur sveit­ar­fé­laga sam­an og þau draga úr fram­kvæmd­um. Lóðir verða ekki til nema gerðar séu göt­ur, lögð hol­ræsi og aðrar lagn­ir. Þegar glaðnar til á ný hefjast sveit­ar­fé­lög­in handa, en því miður, þá lifna fast­eignaviðskipti líka við á sama tíma. Skort­ur verður á nýj­um íbúðum. Verðhækk­an­ir fast­eigna um­fram aukn­ingu kaup­mátt­ar hefjast. Fjár­fest­ar skynja tæki­færið og yf­ir­bjóða aðra. Þetta gerðist eft­ir litlu efna­hags­lægðina um alda­mót­in og þetta gerðist aft­ur eft­ir hrunið 2008. Þetta mun líka end­ur­taka sig á næstu miss­er­um. Fram­boð hef­ur ekki mætt eft­ir­spurn í tutt­ugu ár, m.a. af því að fjár­fest­ar hafa tekið fjölda íbúða af al­menn­um markaði og leigja þær nú ferðamönn­um. Fjöl­skyld­ur hafa þurft að borga upp­sprengt verð og tekið til þess há lán til langs tíma. Vaxta­byrði þeirra er ekki bara vegna hárra vaxta held­ur of mik­illa skulda. Á meðan skort­ur var­ir raka örfá stór bygg­inga­fé­lög sam­an fénu sem unga fólkið þarf að taka að láni. Þetta er svika­mylla. Tryggja þarf að sveit­ar­fé­lög­in und­ir­búi lóðir í þeirri efna­hags­lægð sem fer í hönd. Það jafn­ar líka hagsveifl­una. Ekk­ert nema stór­aukið fram­boð, um­fram nýliðun kaup­enda, get­ur leyst vand­ann. Eft­ir gosið í Vest­manna­eyj­um voru flutt inn mörg hundruð „Viðlaga­sjóðshús“ og reist á stutt­um tíma. Þau hafa reynst vel, þetta mætti end­ur­taka, sam­hliða öðrum aðgerðum.“

Ragnar rifjar upp fleyg orð Margrétar Thatcher, þess efnis að gallinn við sósíalisma væri sá að fyrr eða síðar yrðu menn uppiskroppa með annarra manna fé og vísaði þar til ríkisútgjalda. Hann bendir hins vegar á að í markaðsbúskap misfari menn ekki síður með annarra fé og það sé lánsféð sem menn noti til fjárfestinga í áðurnefndri bólumyndun:

„Ásókn í annarra manna fé verður aldrei ham­in með lög­mál­um markaðar­ins. Ásköpuð græðgi manns­ins veld­ur því. Hin orðheppna Marga­ret Thatcher minnti á þetta með um­mæl­um sín­um um að í sósí­al­ism­an­um yrðu menn uppiskroppa með annarra manna fé og vísaði þar til rík­is­út­gjald­anna. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að ásókn í annarra manna fé hef­ur ekki reynst minni í markaðsbú­skap. Það er láns­féð, sem borið er uppi af spari­fé al­menn­ings, sem menn sækj­ast eft­ir að fá af­not af, til að braska með bólu­verðmæti. Hálf öld er liðin síðan Jón­as Haralz notaði fyrst orðið „frjáls­hyggja“. Síðar kom fram orðið „ný­frjáls­hyggja“, en ég hef eng­an mun séð á þessu tvennu ann­an en þann, að fylg­is­menn hinn­ar síðar­nefndu virðast trúa því að markaðir með pen­inga leiti jafn­væg­is af sjálfu sér, eins og aðrir. Fyr­ir marg­nefnt hrun sáum við einn mann sanka að sér yfir 1.000 millj­arða kr. láns­fé og var það þá nær tí­undi hluti alls láns­fjár ís­lenska banka­kerf­is­ins. Þar til bær stjórn­völd hreyfðu hvorki legg né lið. Það var af­skipta­leys­is­stefn­an. Rík­is­stjórn­in trúði því að ekki mætti trufla bank­ana.“

Eitt meginvandamálið við íslenskan markað er fákeppni, að mati Ragnars. Segir hann Samkeppniseftirlitið byggja ákvarðanir sínar á þeirri ranghugmynd að á Íslandi séu markaðir virkir:

„Við höf­um sér­staka stofn­un, Sam­keppnis­eft­ir­lit, sem er ætlað það verk­efni að efla sam­keppni. Því miður skilja for­svars­menn henn­ar ekki að Evr­ópu­regl­urn­ar, sem leidd­ar hafa verið í ís­lensk lög og þeir eru að fram­kvæma, eru miðaðar við virka markaði og eiga ekki við í fákeppn­inni hér heima. Þeir samþykkja í sí­fellu samruna og yf­ir­tök­ur skv. þess­um regl­um og þar með aukna samþjöpp­un og fákeppni. Þær von­ir voru bundn­ar við aðild­ina að EES að sam­teng­ing markaðanna yrði til þess að öfl­ug­ar evr­ópsk­ar versl­an­ir hösluðu sér völl hér. Í þeim fáu til­vik­um sem það hef­ur gerst hafa fé­lög­in fljótt orðið samdauna ástand­inu og tekið þátt í sjálf­tök­unni.“

Ragnar segir að fæstir markaðir séu frjálsir á Íslandi enda hafi orðið gífurleg samþjöppun hér síðustu áratugi. Markaðshagkerfið sé vissulega það skásta sem til sé en afskiptaleysi dugi ekki til:

„Flest­ir markaðir hér eru orðnir eitraðir af fákeppni. Keppt er um stóru viðskipta­vin­ina, en aðrir eru mis­notaðir. Hug­mynd­in um af­skipta­leysi og hina ósýni­legu hönd er það skásta, en í markaðsbresti verða menn að leggja sín póli­tísku prinsipp til hliðar og gera þess í stað það sem er skyn­sam­legt. Stjórn­völd, sem hafa verið blá­eyg og sofið á verðinum, þurfa nú að vakna upp, þó við vond­an draum sé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt