fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hannes hjólar í blaðamenn Fréttablaðsins á síðum Fréttablaðsins – Telur Ólaf vera að grafa undan Sigmundi Erni

Eyjan
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sparar ekki stóru orðin þegar hann svarar Ólafi Arnarsyni, blaðamanni Fréttablaðsins, í pistli sem birtist í morgun og ber yfirskriftina Keppt um hylli Helga. Athygli vekur að pistilinn, þar sem meðal annars er hjólað í Sigmund Erni Rúnarson ritstjóra Fréttablaðsins, birtist á síðum Fréttablaðinu í morgun.

Forsaga málsins er sú að Hannesi skrifaði Facebook-færslu þar sem hann gerði brottrekstur Kolbrúnar Bergþórsdóttur, menningarblaðamanns, af Fréttablaðinu að umtalsefni og ýjaði að því að ástæðan væri sú að Helgi Magnússon, eigandi Fréttablaðsins, hefði ekki kunnað að meta skrif hennar.

Nokkrum dögum síðar birtist andsvar Ólafs Arnarsonar, blaðamanns Fréttablaðsins, sem hann hæddist að þessum dylgjum háskólaprófessorsins og sagði hann ekki vera með neinar heimildir fyrir þeim. Það væri þó ekkert nýtt, sagði Ólafur, og rifjaði upp dómsmál á hendur Hannesi vegna vinnubragða hans við ritun ævisögu Halldórs Laxness.

„Öfugt við prófessor Hannes, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk að halda stöðu sinni við þjóðarháskólann þrátt fyrir ritstuldinn, hefur enginn blaðamanna Fréttablaðsins orðið uppvís að því reyna að stilla fram hugverkum annarra sem sínum eigin,“ skrifaði Ólafur í pistli sínum meðal annars sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. júlí síðastliðinn.

Ótrúleg tilviljun

Sú ótrúlega tilviljun átti sér þó stað að sama dag birtist frétt á forsíðu Morgunblaðsins þar sem að bent var á að tímaritið Heima er bezt, í í ritstjórn Sigurjóns M. Egilsson, hefði birt grein eftir Sigmund Erni um Kristján Fjallaskáld sem bar yfirskriftina Á mér alltaf að líða illa?. Sú grein hafði Sigmundur skrifaði tæpum fjörtíu árum fyrr á síðum DV og þegar hann var spurður út endurbirtinguna var það við hæfi, í ljósi umfjöllunarefnisins, að hann kom gjörsamlega af fjöllum.

Í frétt Morgunblaðsins var svo bent á það að helm­ing­ur grein­ar­ Sigmunds væri orðrétt tekin úr grein Tóm­as­ar Guðmunds­son­ar, sem nefnd­ur hef­ur verið borg­ar­skáldið, um Kristján Fjalla­skáld í bók­inni Minn­is­verðir menn, sem kom út árið 1968 sem hluti af ritröðinni Íslenzk­ir ör­lagaþætt­ir.

Sigmundur hefur síðan bent á að um samantekt hafi verið að ræða en það stoppaði ekki Hannes í nýta sér þessa tilviljun til að ná skoti á þá Sigmund og Ólaf og fékk þann vettvang á síðum blaðsins sem Sigmundur stýrir.

Heldur Hannes því fram í greininni að eigandi Fréttablaðsins, Helgi Magnússon, hafi sigað Ólafi á sig og gerir svo nokkuð lítið úr Laxness-málinu.

„Auðvitað fer Ólafur rangt með hið gamla mál mitt. Þótt ekkja Halldórs Laxness hefði sagt opinberlega, að ritverk hans væru þjóðareign, og erfingjar skáldsins haldið því fram við skattyfirvöld, að höfundarréttur hans væri einskis virði og ekki þyrfti þess vegna að greiða af honum erfðaskatt, höfðaði fjölskylda Laxness mál gegn mér fyrir brot á höfundarrétti. Hafði ég í fyrsta bindi ævisögu Laxness nýtt mér minningabækur hans, sem oft voru einu heimildirnar um æsku hans, og getið þess skilmerkilega,“ skrifar Hannes.

Samsæriskenning prófessorsins

Hann hafi síður en svo ætlað að brjóta höfundarrétt.

„Það var hins vegar síður en svo ætlun mín að brjóta höfundarrétt. Eins og Bjarni Þorsteinsson, þáverandi starfsmaður Almenna bókafélagsins, hafði borið vitni um í héraðsdómi, höfðu dætur skáldsins að mínu frumkvæði setið í nær tvo daga á skrifstofu félagsins við að skoða handritið. Ég var sýknaður í héraðsdómi, en gert í Hæstarétti að greiða fjölskyldunni fyrir not mín af verkum skáldsins. Var mér ekki gert að greiða miskabætur eins og sumir aðrir starfsmenn Háskólans hafa þurft að gera í dómsmálum,“ skrifar Hannes og freistar þess svo að skilgreina hvað felst í ritstuldi.

Hann nýtir svo lokaorð pistilsins í að hjóla í Ólaf og Sigmund Erni, rifja upp grein Ólafs og frétt Morgunblaðsins sem getið er hér að ofan, og varpar fram þeirri samsæriskenningu að Ólafur sé að reyna að grafa undan ritstjóra sínum til þess að komast sjálfur.

„Líklega er þó refskapur hér á ferð frekar en klaufaskapur. Ólafur hefur vitað af hinum grófa ritstuldi ritstjórans og þess vegna tekið svo afdráttarlaust til orða. Hann beinir kastljósinu vísvitandi að Sigmundi Erni með tali sínu um, að menn eigi ekki að halda stöðum sínum, gerist þeir sekir um ritstuld. Hann reynir að grafa undan honum í því skyni að taka sjálfur sæti hans. Í keppninni um hylli Helga Magnússonar svífast leigupennarnir einskis.“

Eins og áður segir vílaði Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, ekki fyrir sér að birta leirburðinn á síðum blaðsins. Hann birtir athugasemd undir greininni og greinilegt er að hann hefur gaman að.

„Enn skal áréttað að umrædd blaðaskrif fyrir 40 árum sem greinarhöfundur vitnar til voru samantekt eins og rækilega kom fram í lok greinarinnar. Greinarhöfundur [Hannes] kýs að taka það ekki fram – og er það sannarlega að vonum,“ skrifar ritstjórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt