fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 09:00

Oddvitar flokkanna þegar þeir kynntu nýja meirihlutann. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög spennandi sé að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn. Spenna hafi virst vera á milli flokkanna á þingi en ef samstarf þeirra í sveitarstjórnum gangi vel geti það breytt hinu pólitíska landslagi.

Fréttablaðið hefur þetta eftir Ólafi í dag í umfjöllun um nýja borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Pírata, Framsóknar og Viðreisnar en hann var kynntur til sögunnar í gær.

Flokkarnir lögðu fram ítarlegan samning um meirihlutasamstarfið og ljóst er að allir flokkarnir komu sínum málum að í samningnum.

Lengi hefur andað köldu á milli Pírata og Framsóknar á þingi en nú munu þeir starfa saman í borgarstjórnarmeirihlutanum. Ólafur sagði það mjög spennandi. „Það er mjög áhugavert við það að þessir flokkar séu að fara saman í meirihluta því það hefur virst spenna á milli þeirra í þinginu. Þannig ef samstarf þeirra í sveitarstjórnum gengur vel gæti það haft áhrif á andrúmsloftið í þinginu líka,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta geti breytt hinu pólitíska landslagi og ef vel gangi þá geti þetta aukið líkurnar á að á þingi verði hugleitt af alvöru að mynda fjögurra eða fimm flokka miðvinstri stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki