fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Gunnar Smári hjólar í nýfrjálshyggjuna – ,,Þetta arfavitlaus leið til samfélagsuppbyggingar“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 19. júní 2022 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Komandi efnahagsþrengingar eru ekki afleiðing stríðs eða farsóttar heldur þrot efnahagsstefnu sem rekin hefur verið á Vesturlöndum og víðar á liðnum áratugum. Þetta er auðvitað sú arma skepna nýfrjálshyggjan, sem hefur grafið undan öllum stoðum samfélagsins og flutt völd, fé, eignir og auðlindir frá almenningi til hinna ríku, frá fjöldanum til hinna fáu,” segir Gunnar Smári Egilsson í grein á visir.is. 

Sósíalistaforinginn er þungorður um nýfrjálshyggjuna sem hann segir hafa hrunið í fjármálahruninu 2008 en sé samt sem áður enn ríkjandi stefna stjórnvalda í okkar heimshluta.

,,Og líka grunnurinn að stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þótt nýfrjálshyggjan sé fallin sem samfélagssáttmáli er ekki ljóst hvað mun taka við. Við stöndum því ekki bara frammi fyrir efnahagskreppu heldur stjórnmálakreppu. Til að leysa þá fyrri verðum við að leysa þá síðari.”

Fals og lygi

Gunnar Smári segir nýfrjálshyggjuna hafa lofað að skattalækkanir til hinna ríku myndi gagnast öllum, hinir ríku myndu nota auð sinn til að auðga atvinnulífið. Samfélagið yrði kröftugra með markaðsvæðingu og blómstra. 

Hann telur aftur á móti af og frá og svo sé. ,,Flest fólk hefur áttað sig á að þessi loforð gengu alls ekki eftir. Nýfrjálshyggjan byggði því á falsi og lygi. Hún leiddi ekki til farsældar heldur dró úr afli samfélagsins. Við fengum aukinn ójöfnuð, eins og lofað var, en það dró verulega úr hagvexti.”

Hann kallar nýfrjálshyggju andstyggilega stjórnmálastefnu sem hafi kallað yfir aukinn ójöfnuð, minni tekjujöfnun í gegnum skattkerfið og veikingu grunnkerfa samfélagsins sem veikti stöðu hinna lakar settu. ,,Og þau sem auðgast hafa innan nýfrjálshyggjunnar hafa gert það á kostnað þessa fólks, þau hafa stækkað sína sneið á kostnað þeirra sem höfðu minnst fyrir.”

Helmingsminnkun landsframleiðslu

Í grein sinni bendir Gunnar Smári að landsframleiðsla hafi minnkað um helming frá stríðslokum og fram að því að  nýfrjálsnhyggjan var ríkjandi samfélagssáttmálið með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1991. Síðan þá hafi allar ríkisstjórnir rekið nýfrjálshyggna efnahagsstefnu.

,,Frá 1991 hefur árleg landsframleiðsla á mann aukist um 1,39% að meðaltali. Það er aðeins helmingurinn af því sem var á eftirstríðsárunum. Þannig fór um loforðið um aukið afl hagkerfisins ef fólk myndi fallast á kenningar nýfrjálshyggjunnar.”

Hann segir muninn á efnahagsstefnu eftirstríðsáranna og nýfrjálshyggjuáranna vera helstan að á eftirstríðsárunum hafi afl ríkissjóðsverið  notað til að byggja vegi, brýr, hafnir, virkjanir, skóla, sjúkrahús o.s.frv. Og starfsemi í þessum húsum. ,,Á nýfrjálshyggjutímanum voru hendur hins opinbera bundnar með reglum um hámark skuldsetningar og hallareksturs. Ríki og sveitarfélögum var í raun bannað að byggja upp samfélögin.”

Efnahagsþrengingar enn á ný

Var þetta gert af því að reynslan af samfélagsuppbyggingu tuttugustu aldra var svona slæm? Nei. Reynslan var þvert á móti frábær. Endurreisn ríkja eftir seinni heimsstyrjöld byggði á opinberri samfélagsuppbyggingu. Þetta á við um efnahagsundur Þýskalands, Japan og Kóreu en einnig efnahagsveldi Bandaríkjanna og velferðarríki Norðurlanda.

Nú stöndum við frammi fyrir efnahagsþrengingum enn á ný. Fram undan er verðbólga, skerðing kaupmáttar, samdráttur og hrun eignaverðs. Þetta eru ekki afleiðingar stríðs eða faraldurs heldur þeirrar efnahagsstefnu sem hefur verið rekin á Vesturlöndum á nýfrjálshyggjuárunum.

Arfavitlaus leið

Gunnar Smári kalla nýfrjálshyggju bókhaldstrix ofan á alla heimskuna. Trix sem gangi út á að lama hið opinbera, framkvæmdaarm almenningsvaldsins, svo einkafyrirtæki get blóðmjólkað almenning og opinbera sjóði.

,,Fyrir utan óréttlætið og svívirðilegan þjófnaðinn sem í þessu fellst, þá er þetta arfavitlaus leið til samfélagsuppbyggingar. Það tapa allir á þessu. Nema hin ríku. Þau auðgast þótt samfélagið veikist.”

Hann spyr af hverju hini ríki ættu að vilja veikja samfélagið.

,,Ja, svarið er að hin ríku hafa aldrei viljað byggja upp samfélög. Þau hafa það fínt og hafa engan sérstakan hag af samfélagsuppbyggingu. Og það sem meira er; hin ríku meta það svo að samfélagið verði betra eftir því sem þau auðgast meira. Þegar þau leggjast á samfélagið, ræna opinber sjóði og mergsjúga almenning, telja þau að samfélagið sé á réttri leið. Þótt augljóst að svo sé ekki.“

Grotnandi innviðir

,,Hin fátæku og kúguðu hafa hins vegar allan hag af samfélagsuppbyggingu. Þau hafa ekki efnahagslegan styrk til að bjarga sér sjálf innan óhefts kapítalisma. Sókn þessa fólks eftir bættum lífi hefur því verið drifkraftur samfélagsuppbyggingar á öllum tímum. Til þeirrar baráttu má rekja alla uppbyggingu innviða og grunnkerfa.

Þess vegna er það svo að best er að fela hinum fátæku að móta stefnu hins opinbera. Það vitlausasta sem þjóðir gera er að fela hinum ríku stjórn hins opinbera. En það hefur einmitt verið eitt af einkennum nýfrjálshyggjuáranna; auðfólk í stjórnmálum.

Niðurstaðan er aukinn auður hinna auðugu, en grotnandi innviðir og grunnkerfi samfélagsins.”

Gunnar Smári kallar eftir endurnýjun stjórnmála, endurvakningu á aflli hins opinbera, framkvæmdaarms lýðræðisvettvangsins.

Þvæla

,,Við þurfum að snúa okkur að samfélagsuppbyggingu og ákveða hvers konar samfélag við viljum búa börnum okkar. Það er fullreynt að slíkt samfélag muni stíga niður af himni ofan ef við lömum hið opinbera og felum markaðnum, þ.e. hinum ríku, samfélagsmótunina. Hin ríku munu aðeins auðga sig sjálf og sölsa undir sig völd, fé, eignir og auðlindir almennings.”

Gunnar Smári segir að öllum ætti að vera ljóst að kenningin sé þvæla en sum stjórnmálaöfl muni ekki geta horfst í augu við hrun nýfrjálshyggjunnar og haldi í vonina um að frjálslynd viðhorf ofan á nýfrjálshygginni efnahagsstefnu sé eini valkosturinn. ,,Þau sem auðguðust mest innan nýfrjálshyggjunnar munu freista þess að verja auð sinn með popúlískum fasisma.“

Eina leiðin til uppbyggingar samfélagsins sé hins vegar endurreisn alþýðustjórnmála. ,,Í því felst endurreisn verkalýðshreyfingar og annarra samtaka sem berjast fyrir hagsmunum almennings og uppbygging stjórnmálaflokka sem byggja á þessum hreyfingum.”

Greinina má sjá í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur ánægður með Ásgeir – „Hafði kjark og þor til að benda á það augljósa“

Vilhjálmur ánægður með Ásgeir – „Hafði kjark og þor til að benda á það augljósa“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn