fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Dagur gerði símaat í sjálfstæðismann í beinni – „Ertu eitthvað frá þér?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 17:58

Vaxandi þrýstingur er sagður á Dag um að ræða við Sjálfstæðismenn. Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, var gestur í útvarpsþætti Gústa B á FM957 í dag. Gústi plataði Dag í að gera stórfyndið símaat í grjótharðann sjálfstæðismann sem myndi seint kjósa Samfylkinguna.

Þegar Gústi kynnir símaatið segir hann að ekki sé um neitt venjulegt símaat að ræða. „Við ætlum að hringja í gallharðann sjalla,“ segir hann og útskýrir svo hvað Dagur ætlar að gera í símtalinu. „Við ætlum að láta Dag gera ráð fyrir því að hann ætli að kjósa Samfylkinguna, sem sagt þessi gallharði Sjalli. Ég fann hann á Facebook og þetta er maður sem er búinn að vera að kommenta svolítið undir færslur hjá Sjálfstæðisflokknum á Facebook og svona.“

Þeir félagar hringdu því næst í sjálfstæðismanninn Einar. „Sæll vertu. Dagur heiti ég Eggertsson, borgarstjóri og félagi þinn í Samfylkingunni,“ sagði Dagur þegar Einar svaraði. „Þú ert skráður í Samfylkinguna, er það nýskeð eða? Ég var bara mjög ánægður að sjá nafnið þitt, það fer auðvitað að styttast í kosningar og við þurfum á öllu okkar besta liði að halda í baráttunni.“

Einar var furðu lostinn að heyra í borgarstjóranum, hvað þá að heyra hann segja að þeir væru félagar í Samfylkingunni. „Fyrirgefðu, ég veit ekki hvaðan þú ert að fá þessar upplýsingar en ég myndi fyrr gera marga aðra hluti heldur en að skrá mig í Samfylkinguna, ég verð bara að segja eins og það er,“ sagði Einar.

Dagur spurði þá Einar hvort hann væri ekki mikið fyrir borgarlínuna og þá fór Einar að hlæja. „Ertu eitthvað frá þér? Heldurðu að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík með einhverju sem kostar meira en heldur en allir spítalarnir til samans.“

Að lokum gerði Dagur hreint fyrir sínum dyrum og tjáði Einari að um símaat væri að ræða. „Það hlaut að vera,“ sagði Einar þá. „Ég var algjörlega orðlaus ef ég á að segja eins og er.“

Hægt er að hlusta á símaatið í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“