fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin varpaði sprengju inn í daginn og viðbrögðin eru hörð – „Kasta Bankasýslunni bara undir rútuna“

Eyjan
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin tilkynnti í dag um ákvörðun sína að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta verði gert til að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings.

Um er að ræða viðbragð við harðri gagnrýni á sölu ríkisins á 22,5 prósentum hlutar síns í Íslandsbanka í lokuðu útboði í mars. Ríkisstjórnin gengst við því að salan hafi ekki staðið undir væntingum stjórnvalda og að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmdina.

Þess má geta að árið 2011, greindi Bjarni Benediktsson, frá þeirri skoðun sinni að Bankasýsla ríkisins sé óþörf. Þar hafði Bjarni enn ekki tekið við fjármálaráðuneytinu. Hann greindi þar frá því að aldrei hefðu átt að stofna Bankasýsluna heldur vista verkefnin í fjármálaráðuneytinu.

Nú hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar sem og fleiri landsmenn brugðist við þessu útspili ríkisstjórnarinnar, en margir telja ríkisstjórnina vera að henda Bankasýslunni fyrir vagninn.

Árinni kennir illur ræðari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, veltir fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi fengið tiltekinn málshátt um páskana.

Klúður sem þau bera líka ábyrgð á

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef leggja þurfi niður Bankasýsluna þurfi einnig að leggja niður ráðherra.

„Nei sko, ráðherrar að henda embættismönnum undir rútuna fyrir klúður sem þau bera líka ábyrgð á,“ skrifar Björn á Facebook. Hann segir vandan ekki felast í lögum um Bankasýsluna heldur hvernig lögin voru framkvæmd. „Það er ekki hægt að varpa ábyrgð á þessu klúðri yfir á einhverjar lagatæknilegar forsendur.“

Björn segir málið mjög skýrt. Bankasýslunni var fengið að fylgjast með markaðsaðstæðum og ráðleggja ráðherra með söluna. Það hafi svo verið ráðherra sem setti upp markmið sölunnar og gert leiðbeiningar sem Bankasýslan fór svo eftir.

„Það er ekkert að þessu ferli almennt séð. Það getur hins vegar margt klúðrast. Ráðleggingar Bankasýslu geta verið lélegar. Forskrift ráðherra getur verið léleg. Söluferlið getur klúðrast og að lokum getur ráðherra brygðist ábyrgðarskyldu sinni. Þessu öllu er hægt að klúðra hvernig sem lögin eru. Spurningin er bara hvort það sé skýrt hver ber ábyrgð – sem það er. Þarna ber ráðherra ábyrgð á ákveðnum atriðum og Bankasýslan á öðrum atriðum. Klúðrið gerðist hjá báðum og þar af leiðandi ekki hægt að kenna bara öðrum um. 

Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra.“ 

Fyrir að fylgja ákvörðunum ráðherra

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvers vegna Bankasýslan sé látin taka höggið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, tekur undir með henni og veltir fyrir hvort ekki hefði mátt ræða málið á ríkisstjórnarfundi.

Finna blóraböggul

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þetta útspil sé beint upp úr „þöggunarhandbókinni.“

Ábyrgð fjármálaráðherra ótvíræð

Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar, segir að ábyrgð fjármálaráðherra í málinu sé ótvíræð og þar að auki bundin í lög. Hafi hann vanrækt sínar skyldur beri honum að gangast við þeirri handvömm og víkja úr embætti.

„Hafi hann með fullri meðvitund samþykkt hvert einasta skref sem tekið var, eins og honum ber að gera, ber hann einnig óskorðaða ábyrgð og ber að víkja úr embætti. Það er ljóst að almenningur hefur orðið fyrir óafturkræfu og mjög kostnaðarsömu tjóni vegna verka fjármálaráðherra. Það verður ríkisstjórnin að viðurkenna. Annað er óboðlegt.“

Ætla þau bara að skauta framhjá því?

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, veltir fyrir sér hvort að ríkisstjórnin og þá sérstaklega fjármálaráðherra ætli að firra sig allri ábyrgð í málinu.

Nýja-Bankasýslan

Andrés Ingi Jónsson spyr hvort að ríkisstjórnin ætli að redda sér undan ábyrgð með kennitöluflakki.

Hann ritaði einnig Facebook-færslu um málið þar sem hann sagði að frekar en að axla ábyrgð á eigin klúðri séu formenn ríkisstjórnaflokkanna nú að henda bæði starfsfólki og stjórn Bankasýslunnar undir vagninn.

„Áfram þykist ríkisstjórnin geta stýrt því hvernig embættisverk ríkisstjórnarinnar eru rannsökuð.“ 

Andrés bendir á að aðeins formenn ríkisstjórnaflokkanna þriggja hafi komið að þessari ákvörðun.

„Á sama tíma falla niður ríkisstjórnarfundir í tvær vikur. Það eru tólf ráðherrar í ríkisstjórninni og 38 þingmenn í stjórnarflokkunum. Hafa þau ekkert um þetta að segja? Fylgja þau bara geðþótta foringjanna þriggja?“ 

Auðveldara að fórna öðrum en að axla ábyrgð

Gísli Ólafsson, þingmaður Pírata, rifjar líka upp málsháttinn „Árinni kennir illur ræðari“.

Bankasýslunni kastað undir rútuna.

Hrafn Jónsson, pistlahöfundur, telur ljóst að nú sé verið að kasta Bankasýslunni undir rútuna vegna klúðursins við Íslandsbankasöluna og þar með þurfi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki taka á sig ábyrgðina.

Bjarna burt

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, telur að með því að leggja niður Bankasýsluna sé ríkisstjórnin að viðurkenna að Íslandsbankasalan hafi verið klúður. Hann ritar um þetta í Facebook-hóp sósíalista.

„Ríkisstjórnin verður við einni af þremur kröfum mótmælanna á Austurvelli: Bankasýslan burt. Nú eru tvær eftir: Sölunnu á Íslandsbanka verði rift og Bjarna Benediktsson burt.

Með þessari yfirlýsingu viðurkennir ríkisstjórnin að salan var klúður. Það þarf að vinda ofan af því (sölunni rift) og sá ráðherra sem bar ábyrgð á klúðrinu þarf að víkja (Bjarna burt).

Er þeim alvara?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“