fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
EyjanFastir pennar

400 krónur í afslátt á rjóma og smjöri – Samkeppni á matvörumarkaði eða fákeppni?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 08:00

Matur er dýr hér á landi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust svitnar margir þegar þeir draga greiðslukortið upp þegar kemur að því að greiða fyrir matarinnkaupin fyrir jólin. Það þarf að kaupa óvenjulega mikið inn. Kjöt, smjör, rjóma, mjólk, grænmeti og það sem fólk ætlar að hafa á borðum um hátíðirnar.

Allt kostar þetta sitt og í aðdraganda jólanna hættir mörgum líklega til að missa aðeins stjórn á innkaupunum og sitja síðan sveittir uppi með greiðslukortareikningana.

Matvöruverð hér á landi er hátt, það dylst engum. Verslanir auglýsa vörur sínar í fjölmiðlum og eru með tilboð á hinu og þessu en spurningin er stundum hversu góð þessi tilboð eru í raun og veru og hvort þau séu á vörum sem fólk þarf virkilega að kaupa?

Sá er þetta ritar býr í Danmörku og hefur gert um árabil. Þar er matvöruverð einnig hátt enda laun flestra há í alþjóðlegum samanburði. En það sem ég tek helst eftir varðandi matvörumarkaðinn er að í Danmörku er hörð samkeppni á honum. Verslanakeðjurnar slást um viðskiptavinina og eru með góð tilboð vikulega á ýmsum vörum.

Nú í aðdraganda jólanna hefur að venju verið slegist af krafti um viðskiptavinina enda til mikils að vinna að fá fólk inn í verslanirnar til að gera jólainnkaup. Til að lokka fólk inn hafa margar verslanir gripið til þess ráðs að vera með mjög góð tilboð á rjóma, smjöri, nýmjólk og svínasteik, sem er vinsælasti jólamaturinn á dönskum veisluborðum.

Síðustu vikuna, eða svo, hefur rjómi verið seldur á 5 danskar krónur í stað tæplega 26 króna. Í íslenskum krónum þýðir þetta að 0,5 lítrar af rjóma hafa verið seldir á um 100 krónur að undanförnu í stað rúmlega 500 króna. Það munar um minna í heimilisbókhaldinu.

Smjör, 200 gr, hefur verið selt á 6 til 9 krónur stykkið síðustu daga en venjulegt verð er um 27 kr stykkið. Þetta svarar til þess að verðið á hvert stykki er um 400 íslenskum krónum lægra en venjulega. Nýmjólk er hægt að fá á 3,5 danskar krónur þessa dagana í stað 13,5 króna. Sem sagt lækkun upp á sem svarar til um 200 íslenskra króna.

Svínasteik er einn vinsælasti jólamatur Dana og síðustu daga hefur verið hægt að kaupa slíkt veislufæði fyrir um 400 íslenskar krónur fyrir hvert kíló.

En það er ekki bara fyrir jólin sem danskar verslanir eru með góð tilboð, þannig er það allt árið. Vikulega senda þær frá sér misþykka bæklinga með tilboðum næstu viku. Þeir eru lesnir á miklum meirihluta heimila og fólk nýtir sé þau tilboð sem eru hverju sinni. Kaupir stórt inn og frystir ef hægt er, nú eða kaupir mikið af geymsluþolnum vörum. Með þessu getur fólk sparað sér háar fjárhæðir vikulega og auðvitað mjög mikið á ársgrundvelli.

Þegar ég skoða auglýsingar frá íslenskum matvöruverslunum verð ég að játa að mér finnst ekki mikið til koma varðandi þau tilboð sem þar eru sett fram og það vekur einnig athygli að verðmunurinn á milli stærstu keðjanna, þeirra sem eru ráðandi á markaðnum, er oft svo lítill (oft bara 1 króna) að það skiptir í raun engu hjá hvorri keðjunni er verslað, verðið er nánast það sama.

Þetta hlýtur auðvitað að leiða hugann að því hvort það sé virk samkeppni á íslenskum matvörumarkaði eða hvort það sé einfaldlega fákeppni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
EyjanFastir pennar
06.04.2025

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna
EyjanFastir pennar
05.04.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks