fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Prófessor segir að fordæmalaus sambræðingur af efnahags-, fjármála- og skuldakreppu sé yfirvofandi

Eyjan
Miðvikudaginn 7. desember 2022 10:03

Nouriel Roubini - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heims­bú­skap­ur­inn er að skríða í átt­ina að for­dæma­laus­um sam­bræðingi af efna­hags-, fjár­mála- og skuldakreppu, eft­ir að rík­is­skuld­ir, lán­tök­ur og skuld­setn­ing sprungu út á síðustu ára­tug­um.“

Svona hefst grein sem Nouriel Rou­bini, pró­fess­or emer­it­us í hag­fræði við New York-há­skóla, skrifar og birti á Project Syndicate á dögunum en greinin var þýdd og birt í dálkinum fyrir aðsendar greinar í Morgunblaðinu í dag. Óhætt er að segja að Roubini sé svartsýnn í greininni en hann varar við því að ekki sé hægt að forðast „móður allra stöðnun­ar­verðbólgu­skuldakreppna“ þó svo að það sé mögulegt að fresta henni.

Roubini útskýrir hvernig ástandið er í fjármálum heimsins þessa stundina. Hann segir að með því að horfa bara á beinar skuldir í heiminum séu tölurnar yfirþyrmandi. „Á heimsvísu juk­ust heildarskuld­ir í op­in­bera og einka­geir­an­um úr 200% sem hlut­falli af þjóðarfram­leiðslu árið 1999 upp í 350% árið 2021. Hlut­fallið er nú 420% hjá háþróuðum hag­kerf­um og 330% í Kína. Í Bandaríkjun­um er hlut­fallið 420%, sem er hærra en það var í krepp­unni miklu og í kjöl­far síðari heims­styrj­ald­ar,“ segir hann.

Þrátt fyrir að skuldir geti örvað atvinnugreinar ef lántakendur fjárfesta í nýjum fjármunum þá segir Roubini að miklar lántökur endi einfaldlega á því að fjármagna neyslu umfram tekjur á reglulegum grunni, það sé uppskrift að gjaldþroti. „Að auki geta fjár­fest­ing­ar í „fjár­mun­um“ einnig verið áhættu­sam­ar, hvort sem lán­tak­andi er fjöl­skylda að kaupa heim­ili á upp­blásnu yf­ir­verði, fyr­ir­tæki sem er að reyna að stækka of fljótt sama hver afrakst­ur­inn er, eða rík­is­stjórn sem er að eyða pen­ing­un­um í „hvíta fíla“ (stór­vax­in en gagns­laus innviðaverk­efni),“ segir hann.

„Slík yf­ir­lán­taka hef­ur átt sér stað í ára­tugi, af ýms­um ástæðum. Lýðræðisvæðing fjár­mála­kerf­is­ins hef­ur leyft heim­il­um með litl­ar tekj­ur að fjár­magna neyslu sína með skuld­um. Mið-hægri rík­is­stjórn­ir hafa statt og stöðugt lækkað skatta án þess að draga úr eyðslu, á meðan mið-vinstri stjórn­ir hafa eytt ríku­lega í fé­lags­leg verk­efni sem ekki eru fjár­mögnuð að fullu með nægi­lega háum skött­um. Og skatta­stefn­ur sem taka skuld­ir fram yfir eigið fé, studd­ar af mjög frjáls­legri pen­inga- og lána­stefn­um seðlabank­anna, hafa ýtt und­ir stór­aukna lán­töku hjá einka­geir­an­um og hinu op­in­bera.“

Fjármálalegur „dagur hinna dauðu“

Roubini segir að áralöng magnbundin íhlutun (e. quan­titati­ve easing)) og íhlutun í útlánum hafi haldið lántökukostnaði nálægt núllinu, í sumum tilfellum hafi hann jafnvel orðið neikvæður. „Á ár­inu 2020 voru op­in­ber­ar skuld­ir með nei­kvæðum afrakstri um 17 bill­jón­ir banda­ríkja­dala, og í sum­um nor­rænu ríkj­un­um voru meira að segja hús­næðislán með nei­kvæðum nafn­vöxt­um,“ segir hann.

„Spreng­ing­in sem hef­ur orðið í ósjálf­bæru skulda­hlut­falli gaf til kynna að marg­ir lán­tak­end­ur – heim­ili, fyr­ir­tæki, bank­ar, skugga­bank­ar, rík­is­stjórn­ir og jafn­vel heilu rík­in – væru gjaldþrota „upp­vakn­ing­ar“ sem væri haldið uppi af lág­um vöxt­um (sem héldu greiðslu­byrði þeirra und­ir stjórn). Í bæði alþjóðlegu fjár­málakrepp­unni 2008 og í heims­far­aldr­in­um var mörg­um gjaldþrota aðilum sem hefðu ann­ars farið á haus­inn bjargað af núll­vaxta­stefnu eða nei­kvæðri vaxta­stefnu, magn­bund­inni íhlut­un og bein­um björg­un­araðgerðum stjórn­valda.“

Þá segir hann að verðbólguna hafa nærst á sömu „ofurlausu stefnunum“ í ríkisfjármálum, peningamálum og lánamálum, og að nú hafi verðbólgan bundið enda á hinn fjármálalega „dag hinna dauðu“.

„Nú þegar seðlabank­ar neyðast til að hækka stýri­vext­ina til að reyna að halda stöðugu verðlagi eru upp­vakn­ing­arn­ir að upp­lifa háar hækk­an­ir á greiðslu­byrði sinni. Fyr­ir marga reyn­ist þetta vera þrefalt áfall, þar sem verðbólg­an gref­ur einnig und­an raun­tekj­um heim­il­anna og lækk­ar verðgildi eigna þeirra, eins og hús­næðis og verðbréfa. Það sama á við um viðkvæm og of skuld­sett fyr­ir­tæki, fjár­mála­stofn­an­ir og rík­is­stjórn­ir: þau horfa fram á mjög hækk­andi lán­töku­kostnað, minni tekj­ur og gjöld og minna verðgildi á eign­um, allt á sama tíma.“

Roubini segir að það sem verra sé þá er þessi þróun að gerast á sama tíma og stöðnunarverðbólgan, sem er þegar há verðbólga er á sama tíma og hagvöxtur er lítill, hefur snúið aftur.

„Síðast þegar háþróuð hag­kerfi upp­lifðu slík­ar aðstæður var á átt­unda ára­tug 20. ald­ar­inn­ar. En á þeim tíma var skulda­hlut­fallið mjög lágt. Í dag horf­um við fram á verstu hliðar átt­unda ára­tug­ar­ins (áföll vegna stöðnun­ar­verðbólgu) ofan á verstu hliðar alþjóðlegu fjár­málakrepp­unn­ar. Og að þessu sinni get­um við ekki bara lækkað stýri­vexti til þess að auka eft­ir­spurn.“

Segir að ekki sé hægt að bregðast við eins og áður

Undir lokin segir Roubini að þegar öllu sé á botninn hvolft sé heimsbúskapurinn að verða fyrir stöðugum áföllum á framboði til skamms og miðlungstíma sem draga úr hagvexti og hækka verð og framleiðslukostnað. Sem dæmi um þessi áföll nefnir hann til dæmis truflanir Covid-19 heimsfaraldursins, áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu og loftslagsbreytingar. Þetta búi til aukin þrýsting stöðnunarverðbólgu.

Samkvæmt Roubini er ekki hægt að bregðast við þessu á sama hátt og gert var í kreppunni árið 2008 og í byrjun heimsfaraldursins, það að bjarga opinberum og einkaaðilum með lausatökum í efnahagsstefnunni myndi hella meiri olíu á „verðbólgubálið“.

„Það þýðir að það verður hörð lend­ing – djúp og löng efna­hags­lægð – ofan á al­var­lega fjár­málakreppu. Þegar eigna­ból­ur springa, greiðslu­byrði snareykst og fast­ar tekj­ur lækka hjá heim­il­um, fyr­ir­tækj­um og rík­is­stjórn­um, munu efna­hagskrepp­an og fjár­málakrepp­an nær­ast hvor á ann­arri.“

Prófessorinn botnar svo pistilinn með varúðarorðum:

„Vissu­lega geta háþróuð hag­kerfi sem taka lán í eig­in gjald­miðli notað tíma­bil af óvæntri verðbólgu til að draga úr raun­v­irði ein­hverra skulda með lang­tíma- og fasta nafn­vexti. Þegar rík­is­stjórn­ir vilja hvorki hækka skatta né skera niður til að draga úr fjár­laga­halla sín­um verður pen­inga­væðing seðlabanka með halla einu sinni enn leiðin sem veit­ir minnsta mót­spyrnu. En það er ekki hægt að plata alla öll­um stund­um. Þegar verðbólgu­draug­ur­inn slepp­ur úr flösk­unni – sem er það sem ger­ist þegar seðlabank­arn­ir hætta að berj­ast við hann þegar þeir standa frammi fyr­ir hinu efna­hags­lega og fjár­mála­lega hruni – mun lán­töku­kostnaður snar­hækka að nafn- og raun­v­irði. Það er hægt að fresta móður allra stöðnun­ar­verðbólgu­skuldakreppna en ekki forðast hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur