fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Eyjan

Trump boðar stórtíðindi í næstu viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 07:00

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, kom fram á kosningafundi í Ohio í gær til að styðja frambjóðendur Repúblikanaflokksins í ríkinu til þingkosninganna sem fara fram í dag. Á fundinum boðaði hann stórtíðindi í næstu viku.

„Ég mun koma með mjög stórar fréttir þriðjudaginn 15. nóvember  í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída,“ sagði Trump á fundinum.

Hann fór ekki nánar út í hvaða tíðindi þetta eru en margir telja að þá muni hann tilkynna um framboð sitt til forseta en kosið verður um forsetaembættið haustið 2024.

BBC segir að orðrómur hafi verið uppi um að Trump myndi tilkynna framboð sitt á fundinum í gær og það vissi Trump vel því hann sagði: „Sjáið þá, þeir eru að bíða eftir einhverju,“ og benti á fréttamenn sem voru á fundinum.

Hann hefur vikum saman gefið til kynna að hann muni bjóða sig fram en kosningarnar í dag eru svo mikilvægar að hann hefur líklega ekki viljað skyggja á þær með því að tilkynna um framboð sitt.

CNN hefur eftir heimildarmönnum í herbúðum Trump að ráðgjafar hans telji þriðju vikuna í nóvember kjörna til að tilkynna um forsetaframboð. Margir af helstu ráðgjöfum hans hafa ráðlagt honum að tilkynna um framboð sitt í einhverju af þeim ríkjum þar sem hann tapaði naumlega fyrir Joe Biden í forsetakosningunum 2020.

Aðrir telja að hann eigi að vera í Flórída þegar hann tilkynnir um framboð sitt því þar nýtur hann gríðarlegra vinsælda meðal Repúblikana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja