fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Eyjan

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“

Eyjan
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 17:00

Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu gegn breytingartillögu um að láta eingreiðsluna einnig ná til tekjulægstu eldri borgara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrkjar og endurhæfingarlífeyrisþegar fá 60 þúsund króna eingreiðslu, skatta- og skerðingarlaust, í desember en stjórnarandstaðan á Alþingi hefur barist hart fyrir þeirri breytingu að undanförnu. Þetta var staðfest og samþykkt í atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi eftir mikinn þrýsting frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Þá hafði líka verið ákall frá almenningi um breytinguna en samkvæmt heimildum DV hafði fjöldi öryrkja sent þingmönnum tölvupóst og lýst aðstæðum sínum.

Upphaflega lagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra til í frumvarpi til fjáraukalaga að fjárhæð þessarar eingreiðslu yrði lækkuð um helming frá í fyrra, en þingmenn allra flokka sameinuðust um að gera ráðherrann afturreka með þá tillögu.

„Að okkar mati kemst ríkissjóður einfaldlega ekki hjá því að greiða öryrkjum viðbótargreiðslu, skatta- og skerðingarlaust, fyrir jól í núverandi árferði í ljósi ítrekaðra vonbrigða vegna áætlana um endurskoðun á framfærslukerfi sem aldrei gengur upp,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í nefndaráliti um fjáraukalagafrumvarpið.

„En munum að svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka. Það er skylda Alþingismanna að standa vörð um félagsleg réttindi fólks og mannsæmandi framfærslu alla mánuði ársins,“ skrifar Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli sem birtur var á vef Fréttablaðsins í gær.

Þá lagðist stjórnarmeirihlutinn á Alþingi eindregið gegn tillögu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um að láta eingreiðsluna einnig ná til tekjulægstu eldri borgara. Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar studdu tillöguna og kusu allir með henni ásamt þingmönnum Flokks fólksins.

„Nei,“ sögðu hins vegar allir viðstaddir þingmenn stjórnarliðsins þegar greidd voru atkvæði um breytingatillöguna með nafnakalli í gærkvöldi. Að sama skapi greiddu þingmenn stjórnarliðsins atkvæði gegn tillögu um að styðja betur við góðgerðasamtök vegna matargjafa til fátæks fólks á tímum mikillar verðbólgu.

Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og þær skerðingarreglur sem fólk með skerta starfsgetu býr við. Öryrkjabandalag Íslands og þingmenn Samfylkingarinnar lögðu mikla áherslu að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru ósammála þessu og sagði meðal annars þingmaður Vinstri grænna, að slík hækkun myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“.

Þingmenn stjórnarliðsins greiddu atkvæði gegn breytingatillögu um slíka hækkun frítekjumarks. Nú hefur hins vegar stjórnarmeirihlutinn fallist á að gera þurfi þessa sömu breytingu á frítekjumarkinu hjá öryrkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Árni stýrir Orku náttúrunnar

Árni stýrir Orku náttúrunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Már skipaður ferðamálastjóri

Arnar Már skipaður ferðamálastjóri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar og fordæmir vinnubrögð ríkissáttasemjara

Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar og fordæmir vinnubrögð ríkissáttasemjara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna